Innlent

Játaði á sig misheppnað rán með plaströri

Tuttugu og fjögurra ára karlmaður játaði í dag á sig tilraun til ráns í verslun á Akueyri fyrr á árinu og bíður nú ákvörðunar dómara um refsingu.

Mál mannsins var þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag en samkvæmt henni réðst maðurinn inn í verslunina með lambúshettu vopnaður plaströri og ógnaði konu sem þar var að störfum. Skipaði hann henni að opna afgreiðslukassann og afhenda sér peningana.

Hann var hins vegar gerður afturreka af konunni sem tók af honum rörið og sömuleiðis húfuna og flýði hann þá af vettvangi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×