Innlent

Sex vikna gæsluvarðhald í kjölfar ryskinga í híbýlum hælisleitenda

Frá aðgerðum lögreglu í gær.
Frá aðgerðum lögreglu í gær. Mynd/Víkurfréttir

Til ryskinga kom á milli tveggja manna í híbýlum hælisleitenda í Njarðvíkum í gær sem enduðu með því að einn var handtekinn og hefur hann nú verið dæmdur í sex vikna gæsluvarðhald. Enginn slasaðist alvarlega í slagsmálunum en sá handtekni er sagður hafa veifað hnífi og rispaðist sá sem slóst við hann lítillega.

Eyjólfur Kristjánsson, fulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir að maðurinn hafi verið dæmdur í gæsluvarðhald á grundvelli nýrrar greinar í útlendingalögum sem samþykkt var í ágúst sem gefur lögreglu kleift að fá menn úrskurðaða í gæsluvarðhald í allt að sex vikur.

Að sögn Eyjólfs er um að ræða mann sem ekki hefur viljað gera grein fyrir sér og ekki viljað aðstoða lögreglu við að upplýsa hver hann er. Hann hefur einnig orðið uppvís að hegðunarvandamálum þann tíma sem hann hefur dvalið hér á landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×