Innlent

Ljósmæður reiðar fjármálaráðherra

Mikil reiði kom fram á félagsfundi ljósmæðra í gærkvöldi, yfir því að Árni Mathiesen fjármálaráðherra skuli hafa stefnt Ljósmæðrafélaginu fyrir ólöglegar uppsagnir í sumar og krefjist þess að þær verði dæmdar ólögmætar.

Uppsagnirnar fara að koma til framkvæmdar. Það blæs því ekki byrlega fyrir næsta samningafund deilenda, sem boðað hefur verið til í dag. Mikið annríki er á fæðingadeild Landsspítalans og þurfa sængurkonur að hafast við í rúmum frammi á gangi, en aðrar eru sendar heim nokkrum klukkustundum eftir fæðingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×