Furðar sig á orðum utanríkisráðherra 12. september 2008 15:28 Guðlaug Einarsdóttir. „Það hefur eitthvað breyst síðan kosningaloforðin voru gefin," segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, um yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra um að ekki sé hægt að ganga að kröfum ljósmæðra í einum áfanga. „Það er alveg merkilegt ef fólk sem maður þekkti af því að vera jafnréttissinnað heldur því fram núna að það sé ekki hægt að leiðrétta kjör vegna þess að það sé of stór hlutur," segir Guðlaug. Hún bendir enn fremur á stjórnarsáttmálann sem kveður á um að launamunur kynjanna skuli minnkaður um helming á kjörtímabilinu. „Er það þá það glerþak sem Samfylkingin samþykkir? Er það þeirra trú að kvennastéttum beri ekki að vera á 17 prósentum heldur 8,5 prósentum lægri launum en karlastéttir," segir Guðlaug og vísar þar til nýrrar könnunar SFR á launamun kynjanna. „Þetta er alveg með ólíkindum," bætir hún við. Guðlaug gagnrýnir enn fremur þau orð utanríkisráðherra að hlutur kvenna verði ekki jafnaður eingöngu með því að setja peninga inn í kjarasamninga því það skili sér ekki allt til kvenna. „Við erum hrein kvennastétt svo ekkert af fjármunum fer til karla þannig að þetta er út í hött hjá utanríkisráðherra," segir Guðlaug. Aðspurð hvort framganga utanríkisráðherra í málinu hafi valdið henni vonbrigðum segir Guðlaug að hún vilji gefa ráðherra tækifæri „en mér heyrist að það sé of langt frá síðustu kosningum og of langt í næstu kosningar." Fundur samninganefndar ljósmæðra með samninganefnd ríkisins hófst nú klukkan þrjú. Aðspurð hvort útspil fjármálaráðherra, að stefna ljósmæðrum fyrir félagsdóm vegna meintra ólögmætra uppsagna, hafi áhrif á samningaviðræður segir Guðlaug: „Að sjálfsögðu hefur þetta áhrif enda var það aldrei önnur ætlun hjá fjármálaráðherra með þessu en að reyna að hafa áhrif á viðræðurnar." Guðlaug segir þó ljósmæður fullvissar um að þær hafi réttinn sín megin. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
„Það hefur eitthvað breyst síðan kosningaloforðin voru gefin," segir Guðlaug Einarsdóttir, formaður Ljósmæðrafélags Íslands, um yfirlýsingar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra um að ekki sé hægt að ganga að kröfum ljósmæðra í einum áfanga. „Það er alveg merkilegt ef fólk sem maður þekkti af því að vera jafnréttissinnað heldur því fram núna að það sé ekki hægt að leiðrétta kjör vegna þess að það sé of stór hlutur," segir Guðlaug. Hún bendir enn fremur á stjórnarsáttmálann sem kveður á um að launamunur kynjanna skuli minnkaður um helming á kjörtímabilinu. „Er það þá það glerþak sem Samfylkingin samþykkir? Er það þeirra trú að kvennastéttum beri ekki að vera á 17 prósentum heldur 8,5 prósentum lægri launum en karlastéttir," segir Guðlaug og vísar þar til nýrrar könnunar SFR á launamun kynjanna. „Þetta er alveg með ólíkindum," bætir hún við. Guðlaug gagnrýnir enn fremur þau orð utanríkisráðherra að hlutur kvenna verði ekki jafnaður eingöngu með því að setja peninga inn í kjarasamninga því það skili sér ekki allt til kvenna. „Við erum hrein kvennastétt svo ekkert af fjármunum fer til karla þannig að þetta er út í hött hjá utanríkisráðherra," segir Guðlaug. Aðspurð hvort framganga utanríkisráðherra í málinu hafi valdið henni vonbrigðum segir Guðlaug að hún vilji gefa ráðherra tækifæri „en mér heyrist að það sé of langt frá síðustu kosningum og of langt í næstu kosningar." Fundur samninganefndar ljósmæðra með samninganefnd ríkisins hófst nú klukkan þrjú. Aðspurð hvort útspil fjármálaráðherra, að stefna ljósmæðrum fyrir félagsdóm vegna meintra ólögmætra uppsagna, hafi áhrif á samningaviðræður segir Guðlaug: „Að sjálfsögðu hefur þetta áhrif enda var það aldrei önnur ætlun hjá fjármálaráðherra með þessu en að reyna að hafa áhrif á viðræðurnar." Guðlaug segir þó ljósmæður fullvissar um að þær hafi réttinn sín megin.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira