Innlent

Skemmdir í Hallgrímskirkjuturni verri en reiknað var með

Steypuskemmdirnar í Hallgrímskirkjuturni eru mun verri en áður var reiknað með. Áætlað er að viðgerðir kosti meira en hundrað milljónir króna umfram það sem upphaflega var talið.

Viðgerðir fóru fram á turnspírunni fyrir tuttugu árum en beðið var með viðgerðir á turninum sjálfum vegna fjárskorts. Áætlaður kostnaður nú vegna viðgerða var 280 milljónir króna en turninn er verr farinn en búist var við.

Örn Steinar Sigurðsson, sem hefur yfirumsjón með verkinu segir ekki mögulegt að segja til um endanlegan kostnað á viðgerðum en skynsamlegast sé að gera við allan turninn á sama tíma.

Turninn er verst farinn í tæplega þrjátíu metra hæð en Hallgrímskirkjuturn var byggður á árunum 1961 til 1973.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×