Sjónvarpsstjarna fellur fyrir íslenskri hönnun 10. september 2008 13:53 „Það var óvænt og skemmtilegt að hún skyldi sýna þessu áhuga" segir Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir hönnuður og eigandi Hárhönnunar. Dansstjarnan Sabra Johnson kolféll fyrir fatnaði Þórhildar í heimsókn sinni til Íslands á dögunum, keypti nokkrar flíkur og hefur pantað fleiri. Þórhildur hitti Söbru fyrir tilviljun á 101 hóteli í lok ágúst eftir tískusýningu sem hún stóð fyrir á Skólavörðustíg ásamt ER tískuhúsi. Þórhildur og föruneyti voru í fötum af sýningunni, og vöktu þau mikla athygli dansstjörnunnar. Svo fór að Sabra pantaði nokkrar flíkur sem hún átti að fá sendar heim til sín eftir að hún færi af landi brott. Tveimur dögum fyrir brottför ákvað Sabra að hún vildi hinsvegar endilega taka flíkurnar með sér. „Ég skellti mér bara í að sauma dressin," segir Þórhildur, sem sér tæpast eftir því að hafa þurft að leggja aðeins meira á sig. „Henni fannst þetta skemmtileg hönnun og var ekkert smá ánægð, og var strax æst í að panta meira," segir Þórhildur. Það var þó ekki allt og sumt, því Sabra tók að sér að dreifa hróðri Þórhildar erlendis. Íslendingar voru líka fljótir að taka við sér í kjölfar sýningarinnar og segir Þórhildur að pöntunum hafi fjölgað töluvert eftir hana. Hárhönnun, hárgreiðslustofa Þórhildar hefur verið með í sýningum af þessu tagi í þrjú ár, en þetta er í annað skiptið sem Þórhildur sýnir föt. Hún segist vel geta hugsað sér að gera meira af því að hanna. „Ég hef mikinn áhuga á þessu og verð með eitthvað af fötum til sölu á stofunni fyrir jólin," segir Þórhildur, en enn sem komið er eru föt hennar ekki til sölu í verslunum. Áhugasamir geta þó pantað þau á netfanginu tota273@hotmail.com.Þessi bolur var meðal þess sem sjónvarpsstjarnan Sabra Johnson keypti af Þórhildi.MYND/Börkur SigþórssonÞessi kjóll átti einnig upp á pallborðið.MYND/Börkur SigþórssonMYND/Börkur SigþórssonMYND/Börkur SigþórssonMYND/Börkur SigþórssonMYND/Börkur SigþórssonMYND/Börkur SigþórssonMYND/Börkur Sigþórsson Mest lesið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Sjá meira
„Það var óvænt og skemmtilegt að hún skyldi sýna þessu áhuga" segir Þórhildur Ýr Jóhannesdóttir hönnuður og eigandi Hárhönnunar. Dansstjarnan Sabra Johnson kolféll fyrir fatnaði Þórhildar í heimsókn sinni til Íslands á dögunum, keypti nokkrar flíkur og hefur pantað fleiri. Þórhildur hitti Söbru fyrir tilviljun á 101 hóteli í lok ágúst eftir tískusýningu sem hún stóð fyrir á Skólavörðustíg ásamt ER tískuhúsi. Þórhildur og föruneyti voru í fötum af sýningunni, og vöktu þau mikla athygli dansstjörnunnar. Svo fór að Sabra pantaði nokkrar flíkur sem hún átti að fá sendar heim til sín eftir að hún færi af landi brott. Tveimur dögum fyrir brottför ákvað Sabra að hún vildi hinsvegar endilega taka flíkurnar með sér. „Ég skellti mér bara í að sauma dressin," segir Þórhildur, sem sér tæpast eftir því að hafa þurft að leggja aðeins meira á sig. „Henni fannst þetta skemmtileg hönnun og var ekkert smá ánægð, og var strax æst í að panta meira," segir Þórhildur. Það var þó ekki allt og sumt, því Sabra tók að sér að dreifa hróðri Þórhildar erlendis. Íslendingar voru líka fljótir að taka við sér í kjölfar sýningarinnar og segir Þórhildur að pöntunum hafi fjölgað töluvert eftir hana. Hárhönnun, hárgreiðslustofa Þórhildar hefur verið með í sýningum af þessu tagi í þrjú ár, en þetta er í annað skiptið sem Þórhildur sýnir föt. Hún segist vel geta hugsað sér að gera meira af því að hanna. „Ég hef mikinn áhuga á þessu og verð með eitthvað af fötum til sölu á stofunni fyrir jólin," segir Þórhildur, en enn sem komið er eru föt hennar ekki til sölu í verslunum. Áhugasamir geta þó pantað þau á netfanginu tota273@hotmail.com.Þessi bolur var meðal þess sem sjónvarpsstjarnan Sabra Johnson keypti af Þórhildi.MYND/Börkur SigþórssonÞessi kjóll átti einnig upp á pallborðið.MYND/Börkur SigþórssonMYND/Börkur SigþórssonMYND/Börkur SigþórssonMYND/Börkur SigþórssonMYND/Börkur SigþórssonMYND/Börkur SigþórssonMYND/Börkur Sigþórsson
Mest lesið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Sjá meira