Innlent

Jóhannes vill aðildarviðræður

Jóhannes Gunnarsson er formaður Neytendasamtakanna.
Jóhannes Gunnarsson er formaður Neytendasamtakanna.

Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, leggur til á þingi samtakanna sem líkur síðar í dag að látið verði reyna á kosti og galla Evrópusambandsaðilar með aðildarviðræðum.

Jóhannes fullyrðir að matvælaverð muni lækka verulega sem og verð á öðrum vörum vegna minnkandi viðskiptakostnaðar og aukinnar samkeppni.

,,Að mínu mati eru hagsmunir heimilina það ríkir að það ber að láta reyna á hvort við náum ásættanlegri niðurstöðu í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum," segir Jóhannes sem er bjartsýnn á að tillagan nái fram að ganga.

Þing Neytendasamtakanna er haldið annað hvert ár og sitja rúmlega 100 fulltrúar þingið í þetta sinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×