Innlent

Alþjóðahús hlýtur mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar

Alþjóðahús hlaut mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar sem veitt voru í fyrsta sinn í dag, á sérstökum mannréttindadegi Reykjavíkurborgar.

Bent er á í tilkynningu borgarinnar að Alþjóðahús hafi gegnt lykilhlutverki í mannréttindamálum í borginni og unnið ötult frumkvöðlastarf í þjónustu og fræðslu í þágu innflytjenda. Húsið byggi á hugmyndafræðinni um fjölmenningarleg samfélög þar sem allir íbúar samfélagsins geti notið þeirra kosta sem slík samfélög bera með sér.

Meginhlutverk Alþjóðahúss snýr að aðlögun innflytjenda að íslensku samfélagi, meðal annars með upplýsingagjöf, ráðgjöf, lögfræðiþjónustu, túlkaþjónustu og félagsstarfi. Ákveðið hefur verið að 16. maí verði framvegis helgaður mannréttindamálum í borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×