Innlent

Átta kærur á hendur fyrrverandi háskólakennara

MYND/Pjetur

Átta kærur hafa verið lagðar fram á hendur fyrrverandi háskólakennara á sextugsaldri vegna meintra kynferðisbrota hans.

Að sögn Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, var kæra síðast lögð fram í morgun. Kærurnar koma bæði frá börnum hans og tengdum aðilum og snúa að brotum sem áttu sér stað þegar fólkið var á barnsaldri. Fram hefur komið að meint brot séu allt frá því að vera minni háttar og upp í mjög gróf kynferðisbrot og ná sum þeirra yfir langt árabil.

Maðurinn hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því um mánaðamótin mars/apríl og rennur gæsluvarðhald yfir honum út þann 14. maí. Björgvin segir rannsókn málsins í fullum gangi og að teknar hafi verið skýrslur af meintum fórnarlömbum og hinum grunaða. Hann verður þó yfirheyrður aftur í ljósi nýrra kæra í málinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×