Lífið

Íslenskt hveiti undan Eyjafjöllunum

Ólafur Eggertsson bóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllunum framleiðir alíslenskt hveiti. Hann verður með kynningu í Heilsubúðinni Góð Heilsa Gulli Betri í dag á milli 14:00 og 16:00 við Njálsgötu 1. Um er að ræða eina íslenska hveitið sem notað er til manneldis.

„Þetta er mjög sérstakt og er svokallað vetrarhveiti sem vex yfir sumarið og er svo uppskorið að hausti. Þetta er mjög sjálfbær búskapur hjá honum þar sem þetta er þurrkað með hver sem er á landinu hjá honum og er svo mulið með gömlum myllysteini," segir Stefán Stefánsson starfsmaðru verslunarinnar.

Hann segir hveitið vera mjög gróft en hingað til hefur einungis verið framleitt hveiti í dýrafóður hér á landi.

Og Stefán hefur sjálfur smakkað hveitið. „Þetta er mjög gott og við verðum með brauð og vöfflur sem hægt er að smakka."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.