Innlent

Búið að gera við ljósleiðara á Norðvesturlandi

Frá Blönduósi.
Frá Blönduósi.

Viðgerð er lokið á ljósleiðarahring Mílu sem bilaði um klukkan eitt í dag og olli því að landshringurinn rofnaði milli Blönduóss og Laugabakka.

Búið er að endurræsa búnað á Laugabakka og samband komið á að sögn Mílu. Um bráðabirgðaviðgerð er að ræða og eru viðgerðamenn á leiðinni á staðinn til að gera endanlega við bilunina. Henni verður lokið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×