Innlent

Ítarleg umfjöllun um Björk í New York Times

Björk Guðmundsdóttir söngkona.
Björk Guðmundsdóttir söngkona.

New York Times fjallar í dag ítarlega um stofnun fagfjárfestingasjóðsins Bjarkar sem rekinn verður af Auði Capital. Greint var frá sjóðnum í íslenskum fjölmiðlum fyrr í desember. En á þessum síðustu og verstu hefur það ekki verið daglegt brauð að íslenskir fjárfestar fái jafn jákvæða umfjöllun í erlendum stórblöðum og birtist í New York Times í dag.

Blaðið segir frá því að sjóðurinn sé stofnaður með um hundrað milljóna króna framlagi frá söngkonunni Björk og Auði Capital. Verið sé að safna fé í sjóðinn og markmiðið sé að loka sjóðnum í mars

Þá segir blaðið að Bjarkarsjóðnum verði ætlað að fjárfesta í fyrirtækjum á sviði nýsköpunar. Það er að segja í frumkvöðlafyrirtækjum sem einblína sérstaklega á umhverfisvæna tækni, sem geta stutt við endurreisn íslensks efnahags.

Þá segir blaðið frá þeim hugsjónum sem söngkonan Björk stendur fyrir. Meðal annars stuðning hennar við sjálfstæðisbaráttu Grænlendinga, Færeyinga Kosova og Tíbeta. Hún hafi síðan barist fyrir náttúruvernd á Íslandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×