Erlent

Kennedy enn á sjúkrahúsi

Edward Kennedy
Edward Kennedy

Edward Kennedy, öldungadeildarþingmaður og höfuð Kennedy-ættarinnar í Bandaríkjunum, liggur enn á sjúkrahúsi í Boston. Hann var fluttur þangað í skyndi í gær með einkenni heilablóðfalls. Síðar kom í ljós að hann hafði einhvers konar kast en ekki hefur verið greint nánar frá því hvað hrjáir hann.

Kennedy mun með meðvitund og ræddi á léttu nótunum við fjölskyldu sína þegar hún heimsótti hann í gærkvöldi. Læknir Kennedys segir að hann muni liggja á sjúkrahúsi næstu daga og gangast undir rannsóknir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×