Innlent

Skriða lokaði veginum um Fagradal

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Vegurinn um Fagradal á milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar lokaðist í gærkvöldi vegna skriðufalla. Mikið vatnsveður var eystra í gær og dæmi eru um skriðuföll á þessum slóðum í miklum rigningum. Vegurinn hefur nú verið opnaður á ný en ökumenn eru beðnir um að fara varlega.

Margir starfsmenn álversins í Reyðarfirði fara þarna um, til og frá vinnu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×