Innlent

Hvalurinn sem hvarf

Hvalurinn, sem rak upp í fjöru í Þernuvík, innst í Ísafjarðardjúpi í gær, var á bak og burt þegar lögreglan á Ísafirði kom á vettvang. Þetta var hnúfubakur og göntuðust viðmælendur Fréttastofunnar með það að hvalurinn hafi líklega haft eitthvað misjafnt á samviskunni og forðað sér áður en lagannna verðir komu á vettvang.

Eða þá að hann hafi frétt hver á sumarbústaðinn rétt ofan við strandstaðinn, en það er hin fræga hvalaskytta Konráð Eggertsson, eða Hvala-Konni, eins og hann er stundum kallaður.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×