Frumvörp sem þarf að ræða Guðlaugur kr. Jörundsson skrifar 29. febrúar 2008 00:00 Menntamálanefnd Alþingis er nú með í umfjöllun fjögur frumvörp sem taka á öllum skólastigum fyrir utan háskólastigið. Menntamálaráðherra á hrós skilið fyrir þessi frumvörp og undirbúning þeirra. Frumvörpin eru framfaraskref fyrir skólakerfið okkar. Álitamál eru þó fjölmörg, bæði pólitísk og tæknileg. Nú þegar hefur farið fram mikil umræða um frumvörpin hjá Samfylkingunni og UJ. Hefur það komið sér mjög vel fyrir þingmenn Samfylkingar í menntamálanefnd að hafa aðgang að svo góðri ráðgjöf sem slík umræða skilur eftir sig. Frumvörpin geta án nokkurs vafa orðið enn betri ef fleira gott fólk kynnir sér frumvörpin og kemur á framfæri ábendingum til batnaðar. Það er svo sannarlega kominn tími til að hefja ítarlega umræðu í þjóðfélaginu og fjölmiðlum um frumvörpin. Helstu kostir þessara frumvarpa eru að skólastofnanir fá meira sjálfstæði og skil á milli skólastiga eru orðin sveigjanlegri. Þá breytast samræmd lokapróf í 10. bekk í könnunarpróf á haustönn. Einna mest er deilt um framhaldsskólafrumvarpið. Stúdentsprófið þarf að ræða ítarlega áður en frumvarpið er samþykkt því námstími til stúdentsprófs er ekki skilgreindur. Þó ber að nefna að tegundum lokaprófa er fjölgað í framhaldsskólanum, m.a. er bætt við tveggja ára framhaldsskólaprófi. Kennaranám leik- og grunnskólakennara er lengt um tvö ár og skal ljúka með meistaragráðu. Frumvörpin kveða þó ekkert á um innihald kennaranámsins. Það verður að endurskoða kennaranámið í heild. Gera það að meiri gæðum og auka kröfurnar. Kennaranámið má ekki hafa á sér framhaldsskólastimpil sem gerir það að verkum að menntun kennara fær ekki þá virðingu sem nauðsynlegt er að slík menntun beri. Það þarf að ræða betur, svo eitthvað sé nefnt, þátttöku ríkisins í námsgagnakostnaði framhaldsskólanema, stúdentsprófið og samræmd próf, sem ættu að hverfa með öllu. Þá þarf ríkið að koma að fjármögnun listnáms á framhaldsstigi og auka þarf tækifæri brottfallsnemenda til að hefja nám að nýju. Höfundur er stjórnarmaður í Félagi ungra jafnaðarmanna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Skoðun Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Menntamálanefnd Alþingis er nú með í umfjöllun fjögur frumvörp sem taka á öllum skólastigum fyrir utan háskólastigið. Menntamálaráðherra á hrós skilið fyrir þessi frumvörp og undirbúning þeirra. Frumvörpin eru framfaraskref fyrir skólakerfið okkar. Álitamál eru þó fjölmörg, bæði pólitísk og tæknileg. Nú þegar hefur farið fram mikil umræða um frumvörpin hjá Samfylkingunni og UJ. Hefur það komið sér mjög vel fyrir þingmenn Samfylkingar í menntamálanefnd að hafa aðgang að svo góðri ráðgjöf sem slík umræða skilur eftir sig. Frumvörpin geta án nokkurs vafa orðið enn betri ef fleira gott fólk kynnir sér frumvörpin og kemur á framfæri ábendingum til batnaðar. Það er svo sannarlega kominn tími til að hefja ítarlega umræðu í þjóðfélaginu og fjölmiðlum um frumvörpin. Helstu kostir þessara frumvarpa eru að skólastofnanir fá meira sjálfstæði og skil á milli skólastiga eru orðin sveigjanlegri. Þá breytast samræmd lokapróf í 10. bekk í könnunarpróf á haustönn. Einna mest er deilt um framhaldsskólafrumvarpið. Stúdentsprófið þarf að ræða ítarlega áður en frumvarpið er samþykkt því námstími til stúdentsprófs er ekki skilgreindur. Þó ber að nefna að tegundum lokaprófa er fjölgað í framhaldsskólanum, m.a. er bætt við tveggja ára framhaldsskólaprófi. Kennaranám leik- og grunnskólakennara er lengt um tvö ár og skal ljúka með meistaragráðu. Frumvörpin kveða þó ekkert á um innihald kennaranámsins. Það verður að endurskoða kennaranámið í heild. Gera það að meiri gæðum og auka kröfurnar. Kennaranámið má ekki hafa á sér framhaldsskólastimpil sem gerir það að verkum að menntun kennara fær ekki þá virðingu sem nauðsynlegt er að slík menntun beri. Það þarf að ræða betur, svo eitthvað sé nefnt, þátttöku ríkisins í námsgagnakostnaði framhaldsskólanema, stúdentsprófið og samræmd próf, sem ættu að hverfa með öllu. Þá þarf ríkið að koma að fjármögnun listnáms á framhaldsstigi og auka þarf tækifæri brottfallsnemenda til að hefja nám að nýju. Höfundur er stjórnarmaður í Félagi ungra jafnaðarmanna í Reykjavík.
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar