Erlent

Búast við frekari flóðum í sunnanverðu Kína

Íbúar í sunnnaverðu Kína búa sig nú undir enn frekari flóð á næstu dögum.

Stjórnvöld hafa á undanförnum dögum hvað eftir annað opnað flóðgáttir til að koma í veg fyrir að varnargarðar bresti. Með því móti verja þau stærri borgir nær sjó á kostnað minni bæja og landbúnaðarhéraða ofar í landi.

Miklum rigningum er spáð á næstu dögum. Hermenn hafa tekið þátt í vinnu við að koma fyrir sandpokum meðfram árfarvegum. Þá hefur um 700 skipum og bátum verið skipað að halda til hafnar af ótta við fellibyl sem nú nálgast Fujiang-sýslu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×