Innlent

Tjarnarkvartettinn stillti Óskari upp við vegg

Óskar Bergsson hefði ekki getað hafið meirihlutasamtarf við Tjarnarkvartettinn skilyrðislaust. Fyrst hefði hann þurft að hringja í Ólaf F. Magnússon, þáverandi borgarstjóra, og tjá honum að hann myndi ekki ganga til samtarfs við sjálfstæðismenn. Þá og aðeins þá, hefði Ólafur F. sagt af sér og nýr Tjarnarkvartett orðið að veruleika, enda hefði lítið annað verið hægt í stöðunni. Þetta fullyrðir Óskar Bergsson í samtali við Vísi.

Óskar vildi hins vegar halda möguleikunum opnum og því var hann ekki tilbúinn til að láta stilla sér upp við vegg og neita sjálfstæðismönnum um allar viðræður. Vegna þessa fékkst engin staðfesting á því að Ólafur F. myndi stíga niður af leiksviðinu og af þeim sökum voru forsendur Tjarnkvartettsins brostnar.

Aðilar úr hinum flokkum Tjarnarkvartettsins hafa sagt að fjölmiðlum að yfirlýsing hafi legið fyrir um það í gærmorgun að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segði af sér sem borgarfulltrúi og Margrét Sverrisdóttir kæmi inn til þess að mynda Tjarnarkvartettinn á ný. Átti Óskar Bergsson að hafa haft úrslitaáhrif í málinu en valið að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn.

Óskar segir að þessi flétta hinna í Tjarnarkvartettnum sýni þá klækjapólitík sem Samfylking og sérstaklega Vinstri grænir viðhafa.










Tengdar fréttir

Brot á samstarfssamningi semji Óskar við sjálfstæðismenn

Þorleifur Gunnlaugsson, borgarfulltrúi Vinstri - grænna, segir að Óskar Bergsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, hafi á fundi minnihlutans í morgun fullvissað samstarfsmenn sína um að hann ætti ekki í neinum viðræðum við sjálfstæðismenn um meirihlutasamstarf. Fundi borgarráðs í Ráðhúsinu er um það bil að ljúka.

Árni Þór ræddi við Ólaf um að víkja

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður Vinstri grænna og fyrrum borgarfulltrúi, sagði við fjölmiðlamenn í Ráðhúsi Reykjavíkur fyrir stundu að hann hefði rætt við Ólaf F. Magnússon í morgun. Í þeim samtölum hafi komið fram að Ólafur hafi verið tilbúinn til þess að víkja fyrir Margréti Sverrisdóttur til þess að koma Tjarnarkvartetinum að.

Óskar tók sjálfstæðismenn fram yfir Tjarnarkvartettinn

Yfirlýsing lá fyrir um það í morgun að Ólafur F. Magnússon borgarstjóri segði af sér sem borgarfulltrúi og Margrét Sverrisdóttir kæmi inn til þess að mynda Tjarnarkvartettinn á ný. Óskar Bergsson hafði úrslitaáhrif í málinu og valdi að ganga til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. Þetta segir Sóley Tómasdóttir, varaborgarfulltrúi Vinstri - grænna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×