Lífið

Bobby Brown neitar því að hafa fengið hjartaáfall

Brown og Houston hafa lengi glímt við fíkniefnadjöfulinn
Brown og Houston hafa lengi glímt við fíkniefnadjöfulinn MYND/AP

Bandaríski söngvarinn Bobby Brown, sem er hvað þekktastur fyrir að vera fyrrum eiginmaður Whitney Houston, neitar því að hafa fengið vægt hjartaáfall fyrr í vikunni þrátt fyrir að lögfræðingur hans, Phaedra Parks, hafi greint frá því við Associated Press. Hún sagði Brown hafa lagst inn eftir að hafa fengið fyrir hjartað og að læknar hefðu sagt að álagi og mataræði væri um að kenna.

Hinn 38 ára gamli Brown, sem ítrekað hefur komist í kast við lögin vegna ofbeldisfullrar hegðunar og fíkniefnaneyslu, segir hins vegar í samtali við sömu fréttastofu að þetta sé ekki rétt. „Ég fór bara í læknisskoðun og allt leit vel út."

Brown sem mun koma fram á tónleikum í Los Angeles í næstu viku stendur þessa dagana í forræðisdeilu við Houston og eiga þau að mæta fyrir rétt 22. október næstkomandi. Brown og Houston skildu í apríl á þessu ára eftir 14 ára stormasamt hjónaband.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.