Lífið

Lausgirtur Eriksson með nýja ástkonu

Það er sennilega vægt til orða tekið að kalla samband Sven og Nancy skrýtið.
Það er sennilega vægt til orða tekið að kalla samband Sven og Nancy skrýtið.

Hinn lausgirti Sven Göran Eriksson gerir það ekki endasleppt í kvennamálunum á Bretlandseyjum. Nú er hann kominn með nýja konu upp arminn, hina 35 ára gömlu athafnakonu Marisu Cauchi.

Cauchi, sem rekur gámaleigu í Salford ásamt fyrrverandi eiginmanni sínum, þykir vera hin huggulegasta og herma heimildir breska blaðsins The Sun að hún hafi sagt vinum sínum að samband þeirra sé alvarlegt.

Talsmaður Manchester City viðurkenndi við blaðið að Eriksson þekkti Cauchi en að hún ætti ekki að fara skipuleggja brúðkaup á næstunni.

Kvennaljóminn Eriksson var fyrir skömmu orðaður við hina 38 ára gömlu Saimu Ansari en hún virðist hafa fengið að sigla sinn sjó þegar Cauchi kom til skjalanna.

Áður hafði Eriksson meðal annars átt vingott við ítölsku blaðakonuna Monicu Casti, sænsku sjónvarpskonuna Ulriku Jonsson og Fariu Alam, fyrrum ritara enska knattspyrnusambandsins.

Á meðan Eriksson hleypur um Manchester-borg með brækurnar á hælunum situr "unnusta" hans til margra ára, hin ítalska Nancy Dell'Olio, í London og bíður eftir sínum manni. Hún heldur því staðfastlega fram að þau séu enn saman en vinir Eriksson segja að Eriksson sé laus og liðugur.

Dell'Olio sagðist í samtali við The Sun ekki gefa mikið fyrir sögusagnirnar um Sven og kvartaði eingöngu yfir því að böðin hefðu engan áhuga á því sem hún væri að gera.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.