Lífið

Oktoberfest á Gauki og Stöng nær hámarki

Ragnheiður Gröndal verður á Gauknum í kvöld.
Ragnheiður Gröndal verður á Gauknum í kvöld. MYND/365

Hinni árlegu októberfest á skemmtistaðnum Gauki á Stöng við Tryggvagötu fer senn að ljúka. Ekkert er þó gefið eftir á lokasprettinum. Í kvöld verður boðið upp á Blúskvöld með Mood, Ragnheiði Gröndal og Johnny And The Rest og opnar húsið klukkan 20.

Á morgun, föstudag, stinga svo sveitaballahljómsveitirnar Á móti sól og Paparnir saman nefjum. Ráðgert er að þær stigi á stokk um miðnætti en húsið opnar klukkan 22.

Á laugardag verður svo haldið Siglfirðingaball en það hefur verið vel sótt undanfarin ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.