Lífið

Lohan komin með snjóbrettagaur upp á arminn

MYND/Getty

Fyrrum vandræðakleikkonan Lindsay Lohan, sem hefur nýlokið við langa og stranga fíkniefnameðferð, hefur nú ákveðið að hefja nýtt og betra líf og er auk þess kominn með nýjan og ferskan kærasta upp á arminn.

Í samtali við tímaritið In Touch viðurkennir hún að vera í sambandi. „Já ég á kærasta. Hann heitir Railey Giles og er frá Kaliforniu," segir Lohan. Railey þessi er snjóbrettagaur og mun þetta vera fyrsta alvöru samband Lohan síðan hún hætti með þungarokkaranum Harry Morton á síðasta ári.

Í viðtalinu neitar Lohan því að hafa átt í ástarsambandi við tónlistarmanninn Tony Allen sem einnig var í meðferð í Utah. „Sögusagnir eru alltaf sögusagnir," segir leikkonan „og hef ég í raun ekki mikið meira um þetta að segja. Við vorum bara vinir." Eins og kunnugt er þá varð kona Allens allt annað en hrifin þegar fréttir bárust af því að að Allen og Lohan hefðu stundað kynlíf á klósetti meðferðarheimilisins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.