Lífið

Pamela komin tvo mánuði á leið

Kid Rokk, fyrrverandi eiginmaður Pamelu, heldur því fram að hún hafi logið til um fósturlát í fyrra
Kid Rokk, fyrrverandi eiginmaður Pamelu, heldur því fram að hún hafi logið til um fósturlát í fyrra MYND/Getty

Pamela á von á barni, samkvæmt heimildum In Touch Weekly, og mun hún vera komin tvo mánuði á leið. Faðirinn er Rick Salomon, fyrrverandi kærasti Parisar Hilton, en hann og Pamela gengu að eiga hvort annað þann 6. október síðastliðinn.

Pamela hefur reynt að halda þunguninni leyndri þar sem hún mun hafa misst fóstur í fyrra þegar hún var gift Kid Rock.

Vinur Pamelu segir að hún sé yfir sig ánægð og fylgi nú hjarta sínu. „Rick dáir hana og mun verða besti eiginmaður í heimi. Pamela og Rick hafa þekkst lengi og hefur hún nú komist að því, eftir tvö misheppnuð hjónabönd, að ástin í lífi hennar var allan tíman við hlið hennar."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.