Lífið

Jerry Hall segir alla söguna

Jerry Hall ásamt dótturinni Elisabeth Jagger.
Jerry Hall ásamt dótturinni Elisabeth Jagger. MYND/Getty

Jerry Hall, fyrrverandi eiginkona Mick Jagger söngvara Rolling Stones, hefur samið við útgáfufélagið HarperCollins um útgáfu ævisögu sinnar og verður sérstök áhersla lögð á tímann með Jagger.

Þau Hall og Jagger voru saman í 23 ár og gift í níu. Af nægu er væntalega að taka enda mun samband þeirra á köflum hafa verið mjög stormasamt. Fyrir að opna sig upp á gátt fær fyrirsætan fyrrverandi rúmar 120 milljónir í sinn hlut og ætti það að duga fyrir helstu nauðsynjum en hún sakaði Jagger nýlega um nísku. „Þau 23 ár sem við vorum saman þurfti ég alltaf að borga allt sem kom að heimilinu," segir hún í nýlegu viðtali. „Hann er raunsnarlegur þegar kemur að gjöfum en virðist ekki átta sig á daglegum rekstri fjölskyldunnar."

Jagger hefur vísað þessum ásökunum alfarið á bug en þarf nú að fara að búa sig undir frekari orrahríð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.