Innlent

Eldur slökktur um borð í Hafsúlunni

Eldur kom upp í hvalaskoðunarbátnum Hafsúlunni rétt fyrir klukkan hálf sex. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu tókst skipverjum að ráða niðurlögum eldsins og er báturinn kominn til hafnar. 75 manns voru um borð í bátnum úti fyrir Lundey í Skerjafirði þegar eldurinn kviknaði.

Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar í Reykjavík og Hafnarfirði voru kölluð út sem og þyrla frá Landhelgisgæslunni. Stórum hluta liðsins var snúið við þegar fréttir bárust af því að eldurinn hefði verið slökktur. Lögregla og slökkvilið voru í gömlu höfninni í Reykjavík til þess að taka á móti farþegum og ræða við skipverja. Eldurinn kom upp í vélarrúmi bátsins og varð engum meint af.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×