Innlent

Tuttugasta og fyrsta alheimsmóti skáta að ljúka

Íslenskir skátar tóku þátt í alheimsmótinu.
Íslenskir skátar tóku þátt í alheimsmótinu. Mynd/ Guðni Gíslason
Tuttugasta og fyrsta Alheimsmóti skáta lýkur á miðnætti. Fjörutíu og tvö þúsund skátar frá 158 þjóðum tóku þátt í mótinu sem hefur staðið yfir í tólf daga. Kjörorð mótsins er „Einn heimur, eitt heit" og eru skilaboð skáta til heimsbyggðarinnar þau að allir geti lagt sitt af mörkum til að skilja við þennan heim örlítið betri en þegar tekið er við honum.

„Á síðustu 12 dögum hafa skátarnir fræðst um mismundandi aðstæður í heiminum, hvernig það er fyrir suma, sem dæmi, að þurfa að ganga langar vegalengdir eftir því að fá vatn og aðrar nauðsynjar. Margir íslenskir þátttakendur hafa haft það á orði að vera þeirra á mótinu hafi breytt þeirra lífssýn og skoðunum á öðrum þjóðum. Það er von skátahreyfingarinnar að með þessu fari þúsundir ungmenna til sín heima með það veganesti að þau geti lagt sitt af mörkum til friðsælli heims," segir í tilkynningu frá skátunum



Fleiri fréttir

Sjá meira


×