Lífið

Borgarstjóri, fjármálaráðherra og Landsbankastjóri ,,teknir" af norskum blaðamanni

SEV skrifar
Norska sjónvarpskonan og grínistinn Pia Haraldsen var stödd hér á landi fyrr í vikunni og dundaði sér við það að hrekkja framámenn í íslensku þjóðfélagi. Pia, sem er ,,stjórmálaskýrandi" sjónvarpsþáttarins Rikets Röst á TV2 var á Íslandi undir því yfirskyni að hún væri að fjalla um land og þjóð vegna nýútkominnar skýrslu Sameinuðu þjóðanna sem setti Ísland í fyrsta sæti yfir þau lönd sem best væri að búa í.

Pia öðlaðist nokkra frægð í sumar þegar repúblíkaninn James Oddo henti henni með látum út af skrifstofu sinni í New York fyrir heimskulegar spurningar. Meðal spurninga sem íslenskir viðmælendur hennar fengu voru hvort til stæði að taka upp skattkerfi á íslandi og hvort við byggðum okkar eigin eldfjöll til að knýja jarðvarmavirkjanir.

Meðal þeirra sem urðu fyrir barðinu á Piu í Íslandsferðinni er Halldór J. Kristjánsson, einn bankastjóra Landsbankans,  Árni M. Mathiesen, fjármálaráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóra.

Vegard Thommasen, framleiðandi þáttarins sagði að hópurinn hefði tekið viðtöl við tíu þjóðþekkta einstaklinga í ferðinni, en vildi ekkert gefa upp um hverjir þeir væru. ,,Þú verður bara að horfa á þáttinn." sagði Vegard Thommasen. Hann sagði þó að allir viðmælendurnir hefðu verið hinir ljúfustu. Rikets Röst er á dagskrá á TV2 á fimmtudögum klukkan 21:40. Tveir þættir verða sendir út fyrir jólafrí, og verður íslenski þátturinn líklega annar þeirra.

Viðtalið fræga við James Oddo má sjá á YouTube






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.