Lífið

Andy McDowell hrifin af skartgripum Hendrikku

Hendrikka og Sirrý.
Hendrikka og Sirrý. MYND/Rakel
Ekkert lát er á velgengni skartgripahönnuðarins Hendrikku Waage. Meðal aðdáenda skartgripalínunnar hennar er leikkonan Andy McDowell. Hendrikka var ásamt vinkonu sinni í búð í Bandaríkjunum fyrir nokkru. McDowell kom auga á undurfagra skartgripi sem vinkonan var með og spurði hvar væri hægt að kaupa þá. Vinkonan sagðist nú heldur betur vita það og kynnti hana fyrir hönnuðinum sjálfum, sem var ekki langt undan. Síðan þá hefur Andy fengið alla línu Hendrikku, og skrifar henni reglulega tölvupóst til að fylgjast með því nýjasta frá hönnuðinum.

Hendrikka hefur komið víða við. Hún lærði alþjóðaviðskipti í Bandaríkjunum og hefur starfað víða um heim, meðal annars í Rússlandi og Bretlandi. Í upphafi hönnunarferils síns bankaði hún sjálf upp á hjá Hello og Vogue til að kynna skartgripina. Hönnun hennar var vel tekið, og síða hefur verið fjallað um skartgripalínuna í öllum helstu tískutímaritum heims.

Línan hennar, undir vörumerkinu Hendrikka Waage, hefur slegið í gegn. Skartið fæst meðal annars í lúxus skartgripaversluninni Goldsmiths og er demantalína hennar meðal annars seld á bestu golfvöllum Skotlands. Skartgripir Hendrikku eru þó ekki einungis á færi milljónamæringa. Skartið í línunni hennar kostar allt frá 5000 krónum upp í milljón fyrir hluti úr Barón línunni.

Sjónvarpskonan Sirrý heimsótti Hendrikku, og í Örlagadeginum í kvöld verður fylgst með lífi hennar í Englandi. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld klukkan 20.15





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.