Lífið

JK Rowling elskar að árita

Rowling á tali við lesendur
Rowling á tali við lesendur MYND/Getty

Harry Potter höfundurinn JK Rowling ferðst nú um Bandaríkin til að árita bækur sínar. Hún bauð skólabörnum til sín í Kodak leikhúsið í Hollywood í gær og áritaði alls 1.600 eintök. „Það spyrja mig allir að því hvort ég verði ekki þreytt en satt að segja þá er þetta eitt af því skemmtilegasta sem ég geri," sagði Rowling við fréttamenn á staðnum.

Rowlings hefur ekki farið samskonar áritunarferðalag í sjö ár en segist hafa saknað þess. „Ég hef virkilega saknað þess að geta ekki verið í beinu sambandi við lesendur mína." Rowling mun árita í New Orleans á fimmtudag og New York á föstudag.

Sjöunda og síðasta Harry Potter bók Rowling kom út í júlí síðastliðinn og sló öll sölumet beggja megin Atlantshafsins. Hún seldist í 11 milljón eintökum á fyrstu 24 tímunum.

Rowling gaf lítið upp um næstu bók þegar fréttamenn gengu á hana í gær en sagði þó að hún yrði að gera eitthvað sem hún hefði unun af. „Ég vil verða ástfangin af persónunni alveg eins og ég varð af Harry."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.