Lífið

Farrell segir frá erfiðleikum sonar síns

MYND/Getty

Leikarinn Colin Farrell segir frá því í samtali við Irish Independent að fjögurra ára sonur hans, James, sé haldinn taugasjúkdómi sem nefnist Angelman Syndrome. „Hann er hamingjusamur og hugrakkur drengur og einu skiptin sem ég verð var við að hann sé öðruvísi er þegar ég sé hann með jafnöldrum sínum. Hann er mjög hugaður og hefur gefið mér mikið.“

Farrell og móðir James, Kim Bordenave, eru skilin en deila forræðinu. „James hefur gengið í gegnum ýmsa erfiðleika á stuttri ævi en við reynum að útvega honum alla þá hjálp sem hann þarf. Nýlega tók hann sín fyrstu skref og það var tilfinningaþrungin stund. Það grétu allir á staðnum,“ segir Farrell

Einkenni Angelman Syndrome lýsa sér meðal annars í þroskaskerðingu, talerfiðleikum og skertri hreyfigetu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.