Innlent

Gjöld flugmiða séu réttnefni

Gísli Tryggvason talsmaður neytenda.
Gísli Tryggvason talsmaður neytenda.

Flugfélögin Icelandair og Iceland Express hafa óskað eftir að fá frest til að svara erindi talsmanns neytenda varðandi réttmæti gjalda af flugfarþegum.

Gísli Tryggvason talsmaður neytenda hefur óskað eftir því að félögin láti af því að nota hugtakið "gjöld" í tengslum við sölu flugmiða nema um réttnefni sé að ræða.

Gísli hefur einnig óskað eftir skilgreiningu á því hvað félögin telja gjöld og skatta við sölu á flugmiðum.

Bæði félögin hafa óskað eftir því að fá frest til að verða við fyrirspurninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×