Innlent

Málflutningur í Baugsmálinu í síðustu viku marsmánaðar

MYND/GVA

Málflutningur í tengslum við endurákæru í Baugsmálinu hefst mánudaginn 26. mars og hefur öll sú vika verið tekin frá fyrir hann. Eins og kunnugt er hefur aðalmeðferð í málinu staðið frá því 12. febrúar og samkvæmt áætlun á að ljúka skýrslutöku af vitnum mánudaginn 19. mars.

Þá verður gert vikuhlé áður en sækjandi og verjendur flytja mál sitt og svo verður málið lagt í dóm. Samkvæmt lögum hefur dómurinn svo þrjár vikur til að fara yfir málið áður en úrskurður er kveðinn upp en í ljósi þess hve málið er umfangsmikið og vitnin mörg er ekki talið ólíklegt að dómurinn þurfi lengri tíma. Dóms er því varla að vænta í málinu fyrr en um mánaðamótin apríl-maí ef tekið er tillit til þess að páskarnir eru í upphafi aprílmánaðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×