Lífið

Liz 75 ára

Elísabet Taylor mætti demöntum prýdd í afmæli sitt.
Elísabet Taylor mætti demöntum prýdd í afmæli sitt.

Elísabet Taylor var að vanda demöntum prýdd þegar hún mætti í 75 ára afmælisveislu sína, í Las Vegas síðastliðinn þriðjudag. Hún kom í hjólastól, vegna bakveikinda. Stjarnan blikkaði sínum frægu fjólubláu augum þegar ljósmyndararnir sungu fyrir hana afmælissönginn. Þegar hún var spurð um ástæður langlífis síns svaraði hún; "Maður bara hangir."

Ástalíf stjörnunnar var mjög til umræðu í fjölmiðlum enda giftist hún átta sinnum og átti sjö eiginmenn. Hún giftist Richard Burton tvisvar og skildi jafnoft við hann. Elísabet Taylor hefur fengið tvenn óskarsverðlaun og leikið í yfir 55 kvikmyndum.

Meðal stórmynda hennar eru Köttur á heitu þaki, Butterfield 8, Hver er hræddur við Virginiu Woolf og Kleópatra. Bandaríska kvikmyndastófnunin hefur útnefnt hana sem eina af mestu kvenstjörnum allra tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.