Innlent

Snjóflóð felllur á veginn um Hvalnesskriður

Vegagerðin segir veginn um Hvalnesskriður er ófæran eins og er vegna snjóflóðs. Ekki hefur náðst í lögreglu á Höfn í Hornafirði til þess að athuga hvort einhver hafi verið hætti kominn í flóðinu. Þá varar Vegagerðin við hálkublettum víða á Suðurlandi en á Vesturlandi eru vegir auðir nema á heiðum þar sem er lítilsháttar hálka.

Á Vestfjörðum er víða skafrenningur og einhver hálka. Á Norðurlandi vestra er góð vetrarfærð en á Norðaustur- og Austurlandi er víða hríðarveður og skafrenningur. Þæfingsfærð er á Vatnsskarði eystra og eins í Álftafirði - en ófært yfir Öxi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×