Parisar saga Hilton, tuttugasti kafli Sigríður Elva Vilhjálmsdóttir skrifar 8. júní 2007 14:31 Heimili Parisar í Los Angeles MYND/Chris Carlson / AP Fjölmiðlasirkusinn kringum Paris Hilton heldur áfram. Um 40 ljósmyndarar, blaða- og fréttamenn voru fyrir utan heimili hennar í morgun, og þyrlur sveimuðu yfir húsinu í þeirri von að ná myndum af þessum frægasta fanga seinni tíma. Nágrannar stjörnunnar, sem þekktust er fyrir að vera þekkt, voru misánægðir með lætin. Einn þeirra hafði skrifað á hús sitt ,,Paris er glötuð" enda hafði havaríið í kringum dömuna orðið þess valdandi að nágrannarnir áttu erfitt með að komast leiðar sinnar í lítilli og þröngri götunni. Hilton var send heim í gær eftir að hafa afplánað þrjá daga af þeim 23 sem hún átti að sitja af sér í Lynwood fangelsinu. Rafrænu eftirlitstæki var komið fyrir á henni og henni gert að vera í stofufangelsi í fjörtíu daga, sem er jafn lengi og upprunalegur dómur hennar fyrir að brjóta skilorð hljóðaði upp á. Ástæðan þess að henni var sleppt var heilsuleysi, sem fæst þó ekki útskýrt nánar. Heimasíðan TMZ.com sem skýrði fyrst frá því að hún hefði verið látin laus, sagðist hafa fyrir því heimildir að hún hefði verið á barmi taugaáfalls. Aðbúnaðurinn á heimili hennar er ögn frábrugðinn fangelsinu. Hún er með flatskjá og sundlaug og her aðstoðarmanna sem fara í verslunarferðir og elda fyrir hana. Hún má fá heimsóknir, og getur veitt viðtöl ef hún vill. Saksóknarar hafa farið fram á að Hilton verði send aftur í fangelsi og bera fyrir sig að dómarinn hafi tekið sérstaklega fram að hún mætti ekki afplána dóminn í stofufangelsi. Hún kemur fyrir dómara klukkan fjögur að íslenskum tíma og skýrist þá hvort hún þarf að fara aftur. Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira
Fjölmiðlasirkusinn kringum Paris Hilton heldur áfram. Um 40 ljósmyndarar, blaða- og fréttamenn voru fyrir utan heimili hennar í morgun, og þyrlur sveimuðu yfir húsinu í þeirri von að ná myndum af þessum frægasta fanga seinni tíma. Nágrannar stjörnunnar, sem þekktust er fyrir að vera þekkt, voru misánægðir með lætin. Einn þeirra hafði skrifað á hús sitt ,,Paris er glötuð" enda hafði havaríið í kringum dömuna orðið þess valdandi að nágrannarnir áttu erfitt með að komast leiðar sinnar í lítilli og þröngri götunni. Hilton var send heim í gær eftir að hafa afplánað þrjá daga af þeim 23 sem hún átti að sitja af sér í Lynwood fangelsinu. Rafrænu eftirlitstæki var komið fyrir á henni og henni gert að vera í stofufangelsi í fjörtíu daga, sem er jafn lengi og upprunalegur dómur hennar fyrir að brjóta skilorð hljóðaði upp á. Ástæðan þess að henni var sleppt var heilsuleysi, sem fæst þó ekki útskýrt nánar. Heimasíðan TMZ.com sem skýrði fyrst frá því að hún hefði verið látin laus, sagðist hafa fyrir því heimildir að hún hefði verið á barmi taugaáfalls. Aðbúnaðurinn á heimili hennar er ögn frábrugðinn fangelsinu. Hún er með flatskjá og sundlaug og her aðstoðarmanna sem fara í verslunarferðir og elda fyrir hana. Hún má fá heimsóknir, og getur veitt viðtöl ef hún vill. Saksóknarar hafa farið fram á að Hilton verði send aftur í fangelsi og bera fyrir sig að dómarinn hafi tekið sérstaklega fram að hún mætti ekki afplána dóminn í stofufangelsi. Hún kemur fyrir dómara klukkan fjögur að íslenskum tíma og skýrist þá hvort hún þarf að fara aftur.
Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Sjá meira