Án hjálpar stjórnarandstöu 13. janúar 2007 05:00 Rektor Háskóla Íslands og menntamálaráðherra hafa undirritað samning um kennslu og rannsóknir við skólann sem nær til 5 ára. Markmið samningsins er að tryggja gæði kennslu og rannsókna við háskólann og stuðla að metnaðarfullri framþróun í starfsemi skólans. Eins og kunnugt er kynnti rektor Háskóla Íslands það markmið skólans á síðasta ári að koma háskólanum í raðir bestu háskóla heims. Það er vissulega metnaðarfullt markmið en það að setja það fram hefur skapað mikilvæga umræðu um stöðu skólans og háskólanna almennt hér á landi. Í ályktun háskólaráðs þar sem samningnum er fagnað segir: ,,Samningurinn markar tímamót fyrir Háskóla Íslands og rennir traustum stoðum undir framkvæmd þeirrar metnaðarfullu framtíðarstefnu sem skólinn hefur markað. Með því er náð mikilvægum áfanga að því langtímamarkmiði Háskóla Íslands að komast í hóp fremstu háskóla í heiminum og þar með að styrkja samkeppnishæfni íslensks samfélags til framtíðar." Á fjárlögum þessa árs voru framlög til Háskóla Íslands hækkuð um 300 milljónir króna og var það gert í tengslum við samninginn sem undirritaður var á dögunum. Framlög til Háskólans á Akureyri voru einnig hækkuð. Athygli mína vakti við afgreiðslu fjárlaga þessa árs að stjórnarandstaðan sat hjá í mörgum mikilvægum málum og þar með talið í þessum. Málefni háskólanna og þar með talið HÍ hafa verið stjórnarandstöðunni tilefni til umræðna utan dagskrár marg oft, tilefni til að leggja fram tugi fyrirspurna og tilefni til umræðna við upphaf þingfunda. Þegar kom svo að því að standa við stóru orðin og styðja við áframhaldandi þróun Háskóla Íslands þá sat stjórnarandstaðan hjá. Ég fagna þessu skrefi sem stigið hefur verið við áframhaldandi uppbyggingu háskólastigsins. Þar hefur orðið bylting á undanförnum árum ef við skoðum framboð náms, fjölda háskóla, fjölgun nemenda og framlög hins opinbera til háskólastigsins. Við erum að fjárfesta í framtíð okkar með stóraukinni fjárfestingu í háskólastiginu og menntakerfinu öllu og þar með í nýsköpun atvinnulífsins. Það er lykillinn að áframhaldandi velmegun og uppbyggingu þess velferðarsamfélags sem við viljum búa í. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins og situr í menntamálanefnd Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Rektor Háskóla Íslands og menntamálaráðherra hafa undirritað samning um kennslu og rannsóknir við skólann sem nær til 5 ára. Markmið samningsins er að tryggja gæði kennslu og rannsókna við háskólann og stuðla að metnaðarfullri framþróun í starfsemi skólans. Eins og kunnugt er kynnti rektor Háskóla Íslands það markmið skólans á síðasta ári að koma háskólanum í raðir bestu háskóla heims. Það er vissulega metnaðarfullt markmið en það að setja það fram hefur skapað mikilvæga umræðu um stöðu skólans og háskólanna almennt hér á landi. Í ályktun háskólaráðs þar sem samningnum er fagnað segir: ,,Samningurinn markar tímamót fyrir Háskóla Íslands og rennir traustum stoðum undir framkvæmd þeirrar metnaðarfullu framtíðarstefnu sem skólinn hefur markað. Með því er náð mikilvægum áfanga að því langtímamarkmiði Háskóla Íslands að komast í hóp fremstu háskóla í heiminum og þar með að styrkja samkeppnishæfni íslensks samfélags til framtíðar." Á fjárlögum þessa árs voru framlög til Háskóla Íslands hækkuð um 300 milljónir króna og var það gert í tengslum við samninginn sem undirritaður var á dögunum. Framlög til Háskólans á Akureyri voru einnig hækkuð. Athygli mína vakti við afgreiðslu fjárlaga þessa árs að stjórnarandstaðan sat hjá í mörgum mikilvægum málum og þar með talið í þessum. Málefni háskólanna og þar með talið HÍ hafa verið stjórnarandstöðunni tilefni til umræðna utan dagskrár marg oft, tilefni til að leggja fram tugi fyrirspurna og tilefni til umræðna við upphaf þingfunda. Þegar kom svo að því að standa við stóru orðin og styðja við áframhaldandi þróun Háskóla Íslands þá sat stjórnarandstaðan hjá. Ég fagna þessu skrefi sem stigið hefur verið við áframhaldandi uppbyggingu háskólastigsins. Þar hefur orðið bylting á undanförnum árum ef við skoðum framboð náms, fjölda háskóla, fjölgun nemenda og framlög hins opinbera til háskólastigsins. Við erum að fjárfesta í framtíð okkar með stóraukinni fjárfestingu í háskólastiginu og menntakerfinu öllu og þar með í nýsköpun atvinnulífsins. Það er lykillinn að áframhaldandi velmegun og uppbyggingu þess velferðarsamfélags sem við viljum búa í. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins og situr í menntamálanefnd Alþingis.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun