Lífið

Ómar gleymdi engum koltvísýringi

Ómar ragnarsson. Maður sem hefur átt minnstu bíla landsins í 48 ár hefur ekki gleymt koltvísýringnum. Það er á hreinu.
Ómar ragnarsson. Maður sem hefur átt minnstu bíla landsins í 48 ár hefur ekki gleymt koltvísýringnum. Það er á hreinu.

“Það sem ég hafði um mengunina að segja var klippt út úr Kastljósinu,” segir Ómar Ragnarsson hugsjónamaður með meiru. Fréttablaðið greindi nýverið frá því að verulega umdeildar eru hugmyndir Ómars, sem hann boðaði í Kastljósinu í vikunni, um endurreisn rúntsins gamla sem ganga út á að gera umferð sem kennd er við rúntinn, niður Laugaveg og um Austurstræti, að tvístefnu.

Kolbrún Halldórsdóttir alþingismaður sagði af þessu tilefni í samtali við Fréttablaðið:

„Allir þekkja þær ógnir sem að umhverfinu stjeða með losun gróðurhúsaloftegunda. Uppsprettan eru samgöngur lesist bílar,” sagði Kolbrún af þessu tilefni.

Ýmsir tekið undir með henni en Ómar segir þetta mikinn misskiling og meinlegan. Þó Ómar saki ekki Kastljósið um eitt né neitt, stundum þurfi að klippa og skera, þá byggir umræðan á því sem ekki kom fram. Hvernig á fólk að vita að hann sé búinn að brjóta þessi mál til mergjar? Hugmyndir Ómars ganga út á að minnka bílaflota landsmanna til mikilla muna.

 

kolbrún halldórsdóttir Hefur, ásamt fleirum, gagnrýnt hugmyndir Ómars um endurreisn rúntsins svonefnda -- Ómarsrúntsins.

„Maður sem hefur átt minnstu bíla landsins í 48 ár hefur ekki gleymt koltvísýringnum. Viðbót við umferð í kvosinni hjá örlitlu broti íbúanna, brot úr degi, er svo lítið miðað við hversdagsumferðina á götum borgarinnar að það er smjörklípa í samanburði við kjötfjall. Smjörklípuaðferðin reynist stundum vel í rökræðum eins og þekkt er,” segir Ómar.

Og Ómar heldur áfram. Segist kominn miklu miklu lengra í hugmyndum sínum en Kolbrún heldur í róttækum hugmyndum um að minnka bílaflotann með því sem hann kallar lengdargjaldi.

„Þá borga menn ákveðið gjald fyrir hvern sentimeter sem bíllinn er lengri en nemur 2,50 metrum. Hundrað þúsund bílar fara um Miklubrautina eina á hverjum degi. Ef bara helmingurinn af þeim yrði styttur niður í tvo og fimmtíu – væru smartbílar – þá myndu losna hundrað kílómetrar af malbiki á þessari einu götu á hverjum degi sem annars væru þaktir bílum.”

Ómar vill koma svonefndum smart-bílum í umferð.

„Tveir smartbílar komast þversum í stæði þar sem einn bíll er núna. Ég get teiknað þetta á servíettu fyrir Kolbrúnu Halldórsdóttur,” segir Ómar og nefnir að hann sé búinn að ígrunda þessi mál í áratugi. Hann vill að menn borgi fyrir malbikið sem þeir nota. Láta markaðinn sjá um þetta.

„Þetta er ekki sósíalismi. Og í fjölskyldubílinn hinn stærri á fólk að geta fengið í vegalengdamæli eins og var í díeselbílunum og fær þá afslátt á lengdargjaldinu í hlutfalli við ekna kílómetra.”






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.