Lífið

Amy Winehouse og Pete Doherty saman á MTV verðlaunahátíð

Amy Winehouse
Amy Winehouse MYND/Getty
Skrattinn hittir ömmu sína á Evrópsku tónlistarverðlaununum í kvöld ef marka má sögusagnir.

Samkvæmt heimildum Sun blaðsins munu ofurvandræðagemsarnir Pete Doherty og Amy Winehouse syngja dúett á verðlaunahátíðinni, sem er sýnd í beinni útsendingu fyrir milljónir áhorfenda.

Bæði hafa þau verið mun þekktari fyrir eiturlyfjaneyslu og vandræði í einkalífinu en tónlist undanfari misseri. Winehouse hefur klúðrað hverjum tónleikunum á fætur öðrum með því að gleyma texta, muldra og bresta í grát á sviði undanfarið. Doherty hefur ítrekað verið tekinn undir áhrifum eiturlyfja, og hefur meira að segja lent í því að kötturinn hans var tekinn af honum eftir að kókaín fannst í blóði hans.

Þetta verður í fyrsta sinn sem þau syngja á hátíðinni, og má allt eins búast við því að framkoman verði söguleg.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.