Innlent

Gengur á 100 hæstu tinda landsins

Þorvaldur Víðir Þórisson er líklega ókrýndur háfjallakóngur Íslands. Hann hefur á þessu ári klifið sjötíu og tvo af hundrað hæstu tindum landsins og stefnir á að ljúka við að klífa þá alla fyrir fimmtugsafmælið sitt í október.

Þorvaldur er ekki óvanur íþróttamaður en Íslandsmet hans í fjögur hundruð metra grindahlaupi stendur enn, 23 árum eftir að hann setti það. Þegar hann hætti að stunda frjálsar íþróttir byrjaði hann að stunda fjalla- og ísklifur

Þorvaldur byrjaði á verkefninu á nýársdag og hefur síðan gengið að meðaltali á tíu tinda á mánuði.

Markmið Þorvaldar hafa vakið athygli og er til að fylgst með ferðum hans á vef Útiveru. Tindarnir hundrað eru allir yfir 1400 metrar á hæð. Nú um helgina ætlar Þorvaldur að ganga á Tröllaskaga en þar eru 5 tindar sem falla undir þá hundrað hæstu. Í leiðinni ætlar Þorvaldur þó að ganga á 18 aðra tinda sem eru aðeins lægri, bara svona af því að þeir eru í leiðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×