Ný stefna setur markið hátt 16. febrúar 2007 05:00 Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru eitt af helstu viðfangsefnum mannkyns á þessari öld. Ný skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar tekur af tvímæli um að hlýnun andrúmsloftsins sé af mannavöldum. Óheft losun gróðurhúsalofttegunda getur valdið jarðarbúum þungum búsifjum á næstu áratugum verði ekkert að gert. Skýrsla Nicholas Stern hagfræðings bresku ríkisstjórnarinnar bendir á að kostnaðurinn við minnkun í losun gróðurhúsalofttegunda nú sé margfalt minni en kostnaður vegna afleiðinga loftslagsbreytinga í framtíðinni.50-75% minni losunRíkisstjórnin hefur nú samþykkt nýja loftslagsstefnu á grunni stefnumörkunar frá 2002. Helsta nýmælið í stefnunni er langtímamarkmið um að minnka nettólosun gróðurhúsalofttegunda um 50-75% fram til 2050. Þessu markmiði verður ekki náð nema með markvissum aðgerðum, þar sem dregið verður úr eldsneytisnotkun, stutt við loftslagsvæna tækni og stuðlað að bindingu kolefnis úr andrúmslofti með landgræðslu og skógrækt. Í stefnunni er að finna ákvæði um ýmsar aðgerðir af þessum toga og bent á að þær gagnast oft til að ná jafnframt fleiri markmiðum. Endurnýjanleg orkaHelsta rót loftslagsvandans er bruni jarðefnaeldsneytis, sem eykur styrk koldíoxíðs í lofthjúpnum. Besta lausnin við þessum vanda er að nýta endurnýjanlegar orkulindir í stað olíu og kola. Nýting vatnsafls og jarðhita á Íslandi til innanlandsnota eða útflutningsiðnaðar er jákvæð frá þeim sjónarhóli. Útflutningur á íslenskri þekkingu á sviði jarðhita og annarrar loftslagsvænnar tækni er svo vafalítið veigamesta framlag Íslendinga í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.Mikið hefur verið rætt um stóriðju í sambandi við hina nýju loftslagsskýrslu og stefnu Íslands. Þar er nauðsynlegt að halda ákveðnum staðreyndum til haga. Losun gróðurhúsalofttegunda á hvert framleitt tonn af áli er líklega minni á Íslandi en í nokkru öðru landi, vegna þess að álverin nýta endurnýjanlega orku og búa við mjög strangar kröfur um losun flúorkolefna, sem eru skæðar gróðurhúsalofttegundir. Því er ekki hægt að halda fram með rökum að stóriðja á Íslandi sé slæm hvað varðar gróðurhúsaáhrif á heimsvísu. Það er almennt viðurkennt að svo sé ekki og þess vegna hafa Íslendingar fengið sérstakar losunarheimildir fyrir stóriðju hér á landi í Kýótó-bókuninni.Loftslagsstefna er leiðarvísirÞetta þýðir auðvitað ekki að stóriðjan sé án áhrifa á umhverfi okkar og náttúru. Iðjuver og tengdar virkjanir hafa ýmis neikvæð áhrif á náttúruna og umhverfið. Við leysum ekki loftslagsvanda heimsins með því einu að virkja íslensk fallvötn og jarðhitasvæði. Þar eru einnig einstakar perlur á heimsvísu, sem við verðum að vernda enn frekar en nú er gert. Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs sem ríkisstjórnin hefur samþykkt er þannig stórt skref í íslenskri náttúruvernd. Sú skoðun að stóriðja á Íslandi eigi ekki rétt á sér sérstaklega vegna loftslagsbreytinga stenst hins vegar enga röklega skoðun. Þvert á móti hafa ýmis samtök veitt fulltrúum Íslands viðurkenningu fyrir stöðu landsins í loftslagsmálum, þar sem nýting endurnýjanlegra orkulinda er talin okkur helst til tekna.Ísland á að vera í fararbroddi ríkja heims í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Við eigum að vera leiðandi í aukinni nýtingu jarðhita á heimsvísu, innleiða loftslagsvænt eldsneyti og tækni eins hratt og við getum og græða upp landið í sátt við sjónarmið náttúruverndar. Hin nýja stefna í loftslagsmálum getur orðið okkur gagnlegur leiðarvísir á þeirri vegferð. Þar er markið sett hátt og bent á raunhæfar leiðir í átt að því marki, sem hrinda þarf í framkvæmd.Höfundur er umhverfisráðherra.Því er ekki hægt að halda fram með rökum að stóriðja á Íslandi sé slæm hvað varðar gróðurhúsaáhrif á heimsvísu. Það er almennt viðurkennt að svo sé ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru eitt af helstu viðfangsefnum mannkyns á þessari öld. Ný skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar tekur af tvímæli um að hlýnun andrúmsloftsins sé af mannavöldum. Óheft losun gróðurhúsalofttegunda getur valdið jarðarbúum þungum búsifjum á næstu áratugum verði ekkert að gert. Skýrsla Nicholas Stern hagfræðings bresku ríkisstjórnarinnar bendir á að kostnaðurinn við minnkun í losun gróðurhúsalofttegunda nú sé margfalt minni en kostnaður vegna afleiðinga loftslagsbreytinga í framtíðinni.50-75% minni losunRíkisstjórnin hefur nú samþykkt nýja loftslagsstefnu á grunni stefnumörkunar frá 2002. Helsta nýmælið í stefnunni er langtímamarkmið um að minnka nettólosun gróðurhúsalofttegunda um 50-75% fram til 2050. Þessu markmiði verður ekki náð nema með markvissum aðgerðum, þar sem dregið verður úr eldsneytisnotkun, stutt við loftslagsvæna tækni og stuðlað að bindingu kolefnis úr andrúmslofti með landgræðslu og skógrækt. Í stefnunni er að finna ákvæði um ýmsar aðgerðir af þessum toga og bent á að þær gagnast oft til að ná jafnframt fleiri markmiðum. Endurnýjanleg orkaHelsta rót loftslagsvandans er bruni jarðefnaeldsneytis, sem eykur styrk koldíoxíðs í lofthjúpnum. Besta lausnin við þessum vanda er að nýta endurnýjanlegar orkulindir í stað olíu og kola. Nýting vatnsafls og jarðhita á Íslandi til innanlandsnota eða útflutningsiðnaðar er jákvæð frá þeim sjónarhóli. Útflutningur á íslenskri þekkingu á sviði jarðhita og annarrar loftslagsvænnar tækni er svo vafalítið veigamesta framlag Íslendinga í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.Mikið hefur verið rætt um stóriðju í sambandi við hina nýju loftslagsskýrslu og stefnu Íslands. Þar er nauðsynlegt að halda ákveðnum staðreyndum til haga. Losun gróðurhúsalofttegunda á hvert framleitt tonn af áli er líklega minni á Íslandi en í nokkru öðru landi, vegna þess að álverin nýta endurnýjanlega orku og búa við mjög strangar kröfur um losun flúorkolefna, sem eru skæðar gróðurhúsalofttegundir. Því er ekki hægt að halda fram með rökum að stóriðja á Íslandi sé slæm hvað varðar gróðurhúsaáhrif á heimsvísu. Það er almennt viðurkennt að svo sé ekki og þess vegna hafa Íslendingar fengið sérstakar losunarheimildir fyrir stóriðju hér á landi í Kýótó-bókuninni.Loftslagsstefna er leiðarvísirÞetta þýðir auðvitað ekki að stóriðjan sé án áhrifa á umhverfi okkar og náttúru. Iðjuver og tengdar virkjanir hafa ýmis neikvæð áhrif á náttúruna og umhverfið. Við leysum ekki loftslagsvanda heimsins með því einu að virkja íslensk fallvötn og jarðhitasvæði. Þar eru einnig einstakar perlur á heimsvísu, sem við verðum að vernda enn frekar en nú er gert. Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs sem ríkisstjórnin hefur samþykkt er þannig stórt skref í íslenskri náttúruvernd. Sú skoðun að stóriðja á Íslandi eigi ekki rétt á sér sérstaklega vegna loftslagsbreytinga stenst hins vegar enga röklega skoðun. Þvert á móti hafa ýmis samtök veitt fulltrúum Íslands viðurkenningu fyrir stöðu landsins í loftslagsmálum, þar sem nýting endurnýjanlegra orkulinda er talin okkur helst til tekna.Ísland á að vera í fararbroddi ríkja heims í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Við eigum að vera leiðandi í aukinni nýtingu jarðhita á heimsvísu, innleiða loftslagsvænt eldsneyti og tækni eins hratt og við getum og græða upp landið í sátt við sjónarmið náttúruverndar. Hin nýja stefna í loftslagsmálum getur orðið okkur gagnlegur leiðarvísir á þeirri vegferð. Þar er markið sett hátt og bent á raunhæfar leiðir í átt að því marki, sem hrinda þarf í framkvæmd.Höfundur er umhverfisráðherra.Því er ekki hægt að halda fram með rökum að stóriðja á Íslandi sé slæm hvað varðar gróðurhúsaáhrif á heimsvísu. Það er almennt viðurkennt að svo sé ekki.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun