Ný stefna setur markið hátt 16. febrúar 2007 05:00 Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru eitt af helstu viðfangsefnum mannkyns á þessari öld. Ný skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar tekur af tvímæli um að hlýnun andrúmsloftsins sé af mannavöldum. Óheft losun gróðurhúsalofttegunda getur valdið jarðarbúum þungum búsifjum á næstu áratugum verði ekkert að gert. Skýrsla Nicholas Stern hagfræðings bresku ríkisstjórnarinnar bendir á að kostnaðurinn við minnkun í losun gróðurhúsalofttegunda nú sé margfalt minni en kostnaður vegna afleiðinga loftslagsbreytinga í framtíðinni.50-75% minni losunRíkisstjórnin hefur nú samþykkt nýja loftslagsstefnu á grunni stefnumörkunar frá 2002. Helsta nýmælið í stefnunni er langtímamarkmið um að minnka nettólosun gróðurhúsalofttegunda um 50-75% fram til 2050. Þessu markmiði verður ekki náð nema með markvissum aðgerðum, þar sem dregið verður úr eldsneytisnotkun, stutt við loftslagsvæna tækni og stuðlað að bindingu kolefnis úr andrúmslofti með landgræðslu og skógrækt. Í stefnunni er að finna ákvæði um ýmsar aðgerðir af þessum toga og bent á að þær gagnast oft til að ná jafnframt fleiri markmiðum. Endurnýjanleg orkaHelsta rót loftslagsvandans er bruni jarðefnaeldsneytis, sem eykur styrk koldíoxíðs í lofthjúpnum. Besta lausnin við þessum vanda er að nýta endurnýjanlegar orkulindir í stað olíu og kola. Nýting vatnsafls og jarðhita á Íslandi til innanlandsnota eða útflutningsiðnaðar er jákvæð frá þeim sjónarhóli. Útflutningur á íslenskri þekkingu á sviði jarðhita og annarrar loftslagsvænnar tækni er svo vafalítið veigamesta framlag Íslendinga í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.Mikið hefur verið rætt um stóriðju í sambandi við hina nýju loftslagsskýrslu og stefnu Íslands. Þar er nauðsynlegt að halda ákveðnum staðreyndum til haga. Losun gróðurhúsalofttegunda á hvert framleitt tonn af áli er líklega minni á Íslandi en í nokkru öðru landi, vegna þess að álverin nýta endurnýjanlega orku og búa við mjög strangar kröfur um losun flúorkolefna, sem eru skæðar gróðurhúsalofttegundir. Því er ekki hægt að halda fram með rökum að stóriðja á Íslandi sé slæm hvað varðar gróðurhúsaáhrif á heimsvísu. Það er almennt viðurkennt að svo sé ekki og þess vegna hafa Íslendingar fengið sérstakar losunarheimildir fyrir stóriðju hér á landi í Kýótó-bókuninni.Loftslagsstefna er leiðarvísirÞetta þýðir auðvitað ekki að stóriðjan sé án áhrifa á umhverfi okkar og náttúru. Iðjuver og tengdar virkjanir hafa ýmis neikvæð áhrif á náttúruna og umhverfið. Við leysum ekki loftslagsvanda heimsins með því einu að virkja íslensk fallvötn og jarðhitasvæði. Þar eru einnig einstakar perlur á heimsvísu, sem við verðum að vernda enn frekar en nú er gert. Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs sem ríkisstjórnin hefur samþykkt er þannig stórt skref í íslenskri náttúruvernd. Sú skoðun að stóriðja á Íslandi eigi ekki rétt á sér sérstaklega vegna loftslagsbreytinga stenst hins vegar enga röklega skoðun. Þvert á móti hafa ýmis samtök veitt fulltrúum Íslands viðurkenningu fyrir stöðu landsins í loftslagsmálum, þar sem nýting endurnýjanlegra orkulinda er talin okkur helst til tekna.Ísland á að vera í fararbroddi ríkja heims í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Við eigum að vera leiðandi í aukinni nýtingu jarðhita á heimsvísu, innleiða loftslagsvænt eldsneyti og tækni eins hratt og við getum og græða upp landið í sátt við sjónarmið náttúruverndar. Hin nýja stefna í loftslagsmálum getur orðið okkur gagnlegur leiðarvísir á þeirri vegferð. Þar er markið sett hátt og bent á raunhæfar leiðir í átt að því marki, sem hrinda þarf í framkvæmd.Höfundur er umhverfisráðherra.Því er ekki hægt að halda fram með rökum að stóriðja á Íslandi sé slæm hvað varðar gróðurhúsaáhrif á heimsvísu. Það er almennt viðurkennt að svo sé ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru eitt af helstu viðfangsefnum mannkyns á þessari öld. Ný skýrsla Vísindanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar tekur af tvímæli um að hlýnun andrúmsloftsins sé af mannavöldum. Óheft losun gróðurhúsalofttegunda getur valdið jarðarbúum þungum búsifjum á næstu áratugum verði ekkert að gert. Skýrsla Nicholas Stern hagfræðings bresku ríkisstjórnarinnar bendir á að kostnaðurinn við minnkun í losun gróðurhúsalofttegunda nú sé margfalt minni en kostnaður vegna afleiðinga loftslagsbreytinga í framtíðinni.50-75% minni losunRíkisstjórnin hefur nú samþykkt nýja loftslagsstefnu á grunni stefnumörkunar frá 2002. Helsta nýmælið í stefnunni er langtímamarkmið um að minnka nettólosun gróðurhúsalofttegunda um 50-75% fram til 2050. Þessu markmiði verður ekki náð nema með markvissum aðgerðum, þar sem dregið verður úr eldsneytisnotkun, stutt við loftslagsvæna tækni og stuðlað að bindingu kolefnis úr andrúmslofti með landgræðslu og skógrækt. Í stefnunni er að finna ákvæði um ýmsar aðgerðir af þessum toga og bent á að þær gagnast oft til að ná jafnframt fleiri markmiðum. Endurnýjanleg orkaHelsta rót loftslagsvandans er bruni jarðefnaeldsneytis, sem eykur styrk koldíoxíðs í lofthjúpnum. Besta lausnin við þessum vanda er að nýta endurnýjanlegar orkulindir í stað olíu og kola. Nýting vatnsafls og jarðhita á Íslandi til innanlandsnota eða útflutningsiðnaðar er jákvæð frá þeim sjónarhóli. Útflutningur á íslenskri þekkingu á sviði jarðhita og annarrar loftslagsvænnar tækni er svo vafalítið veigamesta framlag Íslendinga í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.Mikið hefur verið rætt um stóriðju í sambandi við hina nýju loftslagsskýrslu og stefnu Íslands. Þar er nauðsynlegt að halda ákveðnum staðreyndum til haga. Losun gróðurhúsalofttegunda á hvert framleitt tonn af áli er líklega minni á Íslandi en í nokkru öðru landi, vegna þess að álverin nýta endurnýjanlega orku og búa við mjög strangar kröfur um losun flúorkolefna, sem eru skæðar gróðurhúsalofttegundir. Því er ekki hægt að halda fram með rökum að stóriðja á Íslandi sé slæm hvað varðar gróðurhúsaáhrif á heimsvísu. Það er almennt viðurkennt að svo sé ekki og þess vegna hafa Íslendingar fengið sérstakar losunarheimildir fyrir stóriðju hér á landi í Kýótó-bókuninni.Loftslagsstefna er leiðarvísirÞetta þýðir auðvitað ekki að stóriðjan sé án áhrifa á umhverfi okkar og náttúru. Iðjuver og tengdar virkjanir hafa ýmis neikvæð áhrif á náttúruna og umhverfið. Við leysum ekki loftslagsvanda heimsins með því einu að virkja íslensk fallvötn og jarðhitasvæði. Þar eru einnig einstakar perlur á heimsvísu, sem við verðum að vernda enn frekar en nú er gert. Stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs sem ríkisstjórnin hefur samþykkt er þannig stórt skref í íslenskri náttúruvernd. Sú skoðun að stóriðja á Íslandi eigi ekki rétt á sér sérstaklega vegna loftslagsbreytinga stenst hins vegar enga röklega skoðun. Þvert á móti hafa ýmis samtök veitt fulltrúum Íslands viðurkenningu fyrir stöðu landsins í loftslagsmálum, þar sem nýting endurnýjanlegra orkulinda er talin okkur helst til tekna.Ísland á að vera í fararbroddi ríkja heims í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Við eigum að vera leiðandi í aukinni nýtingu jarðhita á heimsvísu, innleiða loftslagsvænt eldsneyti og tækni eins hratt og við getum og græða upp landið í sátt við sjónarmið náttúruverndar. Hin nýja stefna í loftslagsmálum getur orðið okkur gagnlegur leiðarvísir á þeirri vegferð. Þar er markið sett hátt og bent á raunhæfar leiðir í átt að því marki, sem hrinda þarf í framkvæmd.Höfundur er umhverfisráðherra.Því er ekki hægt að halda fram með rökum að stóriðja á Íslandi sé slæm hvað varðar gróðurhúsaáhrif á heimsvísu. Það er almennt viðurkennt að svo sé ekki.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun