Innlent

Hugmynd Össurar ekki vel ígrunduð

MYND/GVA

Hugmynd Össurar Skarphéðinssonar um að færa Hafrannsóknarstofnun Íslands frá sjávarútvegsráðuneytinu og í annað ráðuneyti er illa ígrunduð að mati Arnbjargar Sveinsdóttur, formanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar. Hún segir Hafró vera á réttum stað í stjórnkerfinu en hins vegar hvetur hún til eflingar rannsókna á sjónum og lífríki hans utan stofnunarinnar.

„Ég tel hana nú ekki mjög góða og ekki vel ígrundaða," segir Arnbjörg aðspurð hvernig henni lítist á hugmynd iðnaðarráðherra sem hann viðrar á heimasíðu sinni. Arnbjörg bendir á að Hafró sinni atvinnuvegatengdri rannsóknastarfssemi og veiti ríkisstjórninni ráðgjöf og því eigi stofnunin vel heima í ráðnueyti Sjávarútvegsmála.

„Ég er hins vegar þeirrar skoðunnar að það eigi að auka rannsóknir utan Hafró," segir Arnbjörg og tekur dæmi af rannsóknarstarfi sem unnið hefur verið á Háskólanum á Akureyri og Háskóla Íslands og miðar að því að auka vitneskju okkar á hafinu og lífríki þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×