Ummæli yfirlæknisins á Kárahnjúkum voru óheppileg og orðum aukin 22. júní 2007 14:59 MYND/Vilhelm Ummæli yfirlæknisins á Kárahnjúkum í kjölfar veikinda starfsmanna við virkjunina í apríl voru óheppileg og orðum aukin. Þetta kemur fram í nýrri greinargerð frá Landlæknisembættinu vegna veikindanna og viðbragða heilbrigðisstarfsmanna við þeim. Landlæknir segir þó mikilvægt að sú staðreynd yfirskyggi ekki aðalatriði málsins, sem er að „verkamönnum við Kárahnjúkavirkjun verði boðin starfsaðstaða sem stofni ekki heilsu þeirra í hættu í bráð og lengd." Eftirfylgni þeirra mála er í höndum Vinnueftirlits Ríkisins. Haft var eftir yfirlækninum í fréttum Ríkistútvarpsins að um 180 verkamenn á Kárahnjúkum hafi veikst vegna mengunar og slæms aðbúnaðar í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar. Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo gagnrýndi þetta harðlega og sagði þær misvísandi og rangar. Í greinargerð Landlæknis kemur fram að embættið komi að jafnaði ekki að athugun mála af þessu tagi en að það hafi verið óhjákvæmilegt í kjölfar viðtalsins við yfirlækninn, Þorstein Njálsson. Landlæknir gerði því athugun á svæðinu í samvinnu við fleiri aðila. Sú athugun „leiddi í ljós að á annan tug þeirra sem starfað hafa í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar undanfarnar vikur höfðu einkenni um eitrun af völdum mengunar í andrúmslofti eða að rökstuddar grunsemdir voru um slíka eitrun." Viðbrögð yfirlæknisins hafi því verið rétt þegar hann gerði viðvart um veikindin. „Hann fór hins vegar ekki réttar boðleiðir og fór ekki eftir skipulögðu samskiptaferli öryggismála, þannig að áhyggjur hans höfðu áhrif síðar en eðlilegt var. Mikilvægt er að við framkvæmd heilbrigðis og öryggismála sé farið að settum reglum, þannig að þeir sem ábyrgð beri á hverju sviði geti gripið til viðeigandi ráðstafana eins fljótt og verða má. Skipulag öryggismála við Kárahnjúkavirkjun miðast við að tryggja slík viðbrögð." Í greinargerðinni kemur einnig fram að rúmlega 40 manns hafi fengið matareitrun þann 19. apríl á vinnusvæðinu auk þeirra sem kenndu sér meins vegna mengunar í göngunum. „Flestir virðast hafa náð heilsu á ný, en mikilvægt að það verði staðfest með læknisskoðun." Þá segir Landlæknir að ráðstafanir hafi verið gerðar til að minnka notkun loftmengandi vinnuvéla og bæta loftræstingu í göngunum. „Eftirlit með mengunarmælingum hefur verið hert, viðmiðunarmörk vegna hættulegrar mengunar munu hafa verið lækkuð tímabundið og læknar tilkynna nú hvert hugsanlegt atvik og tengsl þess við vinnuumhverfið á þar til gerðum eyðublöðum, sem eykur möguleikana á að tengja veikindi við vinnuumhverfi." „Þrátt fyrir aðgerðir voru enn vísbendingar um að ástandið að loftgæði í göngunum kynni að standa tæpt fyrstu vikurnar eftir heimsókn landlæknis, sóttvarnarlæknis og yfirlæknis vinnueftirlitsins og nokkrar einstaklingsbundnar tilkynningar bárust. Brýnt þótti að fylgjast grannt með mengun andrúmslofts og stöðva vinnu þegar mengun færi umfram viðmiðunarmörk. Síðasta mánuðinn hafa engar slíkar tilkynningar borist, sem bendir til þess að úrbætur hafi borið tilætlaðan árangur." Greinargerð Landlæknis er hér fyrir neðan í heild sinni. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira
Ummæli yfirlæknisins á Kárahnjúkum í kjölfar veikinda starfsmanna við virkjunina í apríl voru óheppileg og orðum aukin. Þetta kemur fram í nýrri greinargerð frá Landlæknisembættinu vegna veikindanna og viðbragða heilbrigðisstarfsmanna við þeim. Landlæknir segir þó mikilvægt að sú staðreynd yfirskyggi ekki aðalatriði málsins, sem er að „verkamönnum við Kárahnjúkavirkjun verði boðin starfsaðstaða sem stofni ekki heilsu þeirra í hættu í bráð og lengd." Eftirfylgni þeirra mála er í höndum Vinnueftirlits Ríkisins. Haft var eftir yfirlækninum í fréttum Ríkistútvarpsins að um 180 verkamenn á Kárahnjúkum hafi veikst vegna mengunar og slæms aðbúnaðar í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar. Ítalska verktakafyrirtækið Impregilo gagnrýndi þetta harðlega og sagði þær misvísandi og rangar. Í greinargerð Landlæknis kemur fram að embættið komi að jafnaði ekki að athugun mála af þessu tagi en að það hafi verið óhjákvæmilegt í kjölfar viðtalsins við yfirlækninn, Þorstein Njálsson. Landlæknir gerði því athugun á svæðinu í samvinnu við fleiri aðila. Sú athugun „leiddi í ljós að á annan tug þeirra sem starfað hafa í aðrennslisgöngum Kárahnjúkavirkjunar undanfarnar vikur höfðu einkenni um eitrun af völdum mengunar í andrúmslofti eða að rökstuddar grunsemdir voru um slíka eitrun." Viðbrögð yfirlæknisins hafi því verið rétt þegar hann gerði viðvart um veikindin. „Hann fór hins vegar ekki réttar boðleiðir og fór ekki eftir skipulögðu samskiptaferli öryggismála, þannig að áhyggjur hans höfðu áhrif síðar en eðlilegt var. Mikilvægt er að við framkvæmd heilbrigðis og öryggismála sé farið að settum reglum, þannig að þeir sem ábyrgð beri á hverju sviði geti gripið til viðeigandi ráðstafana eins fljótt og verða má. Skipulag öryggismála við Kárahnjúkavirkjun miðast við að tryggja slík viðbrögð." Í greinargerðinni kemur einnig fram að rúmlega 40 manns hafi fengið matareitrun þann 19. apríl á vinnusvæðinu auk þeirra sem kenndu sér meins vegna mengunar í göngunum. „Flestir virðast hafa náð heilsu á ný, en mikilvægt að það verði staðfest með læknisskoðun." Þá segir Landlæknir að ráðstafanir hafi verið gerðar til að minnka notkun loftmengandi vinnuvéla og bæta loftræstingu í göngunum. „Eftirlit með mengunarmælingum hefur verið hert, viðmiðunarmörk vegna hættulegrar mengunar munu hafa verið lækkuð tímabundið og læknar tilkynna nú hvert hugsanlegt atvik og tengsl þess við vinnuumhverfið á þar til gerðum eyðublöðum, sem eykur möguleikana á að tengja veikindi við vinnuumhverfi." „Þrátt fyrir aðgerðir voru enn vísbendingar um að ástandið að loftgæði í göngunum kynni að standa tæpt fyrstu vikurnar eftir heimsókn landlæknis, sóttvarnarlæknis og yfirlæknis vinnueftirlitsins og nokkrar einstaklingsbundnar tilkynningar bárust. Brýnt þótti að fylgjast grannt með mengun andrúmslofts og stöðva vinnu þegar mengun færi umfram viðmiðunarmörk. Síðasta mánuðinn hafa engar slíkar tilkynningar borist, sem bendir til þess að úrbætur hafi borið tilætlaðan árangur." Greinargerð Landlæknis er hér fyrir neðan í heild sinni.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Sjá meira