Innlent

Ný þyrla leigð í stað TF-SIF

TF-Sif eyðilagðist eftir að hún féll í sjóinn skammt frá Straumsvík.
TF-Sif eyðilagðist eftir að hún féll í sjóinn skammt frá Straumsvík. MYND/VG

Ríkisstjórnin samþykkti í dag tillögu Björns Bjarnason, dómsmálaráðherra, um leigu á nýrri björgunarþyrlu fyrir Landhelgisgæsluna. Þyrlan á að koma í stað TF-SIF sem eyðilagðist eftir að hún féll í sjóinn skammt frá Straumsvík fyrr í sumar. Þetta kemur fram á heimasíðu Björns.

Á heimasíðunni kemur fram að um sé að ræða Super Puma þyrlu sem ber einkennistafina LN-OBX, þá sömu og var hér á landi síðasta vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×