Greiddi sér á milli kynlífslota 21. október 2007 11:10 Dömur, er þessi maður málið? Nordic Photos / Getty Images Enn eitt kynlífshneykslið er komið á yfirborðið er varðar sænska knattspyrnuþjálfarann Sven-Göran Eriksson. Saima Ansari, einstæð móðir sem starfar sem hreinsitæknir, sagði í samtali við News of the World í dag frá ástarsambandi hennar við Eriksson sem er knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City. Eriksson kom afar vel fram við hana en hún ákvað að greina frá sambandinu þegar hún komst að því að Eriksson ætti í sambandi við aðra konu. „Ég hef engan áhuga á að vera í öðru sæti," sagði hún. „Engu að síður varð ég ástfangin af Sven. Jafnvel þótt að hann hafi verið svolítið sérstakur í svefnherberginu var hann besti elskuhugi sem ég hef nokkri sinnu átt. Hann veit hvernig á að koma fram við konur." „Hann bauðst til að kaupa allt handa mér, jafnvel nýjan bíl. Ég skuldaði meira en tíu þúsund pund og hann borgaði þær skuldir niður, sísona. Ekta séntilmaður." Ansari hitti hann eitt sinn er hann gisti á hóteli í Manchester-borg og gaf sig á tal við hann. Það endaði með því að hann fékk símanúmerið hennar og morguninn eftir bauð hann henni í morgunmat í lúxussvítu sinni. Það varð upphaf sambandsins. Þau hittust í svítunni í hvert skipti sem hann var laus. Hún gisti þó aldrei yfir heila nótt. Hún sagði frá því að Eriksson hafi verið einkar smámunasamur. „Hann gekk alltaf mjög vel frá fötunum sínum og braut þau mjög vandlega saman. Hann fór í sífellu á baðherbergið til að skoða sjálfan sig í speglinum og athuga hvort allt væri ekki í lagi. Hann greiddi hárið sitt alltaf eftir kynlíf." En hann var líka mjög gjafmildur og gaf henni dýr föt og skó. Hann greiddi niður skuldirnar hennar sem fyrr segir og bauðst meira að segja til að borga niður húsnæðislánin af íbúðinni hennar í Manchester. Hún sagði líka frá því að hún gerði það að vana að nudda skallablettinn hans með barnaolíu á meðan að hann horfði á fótbolta í lúxussvítunni. Sambandinu lauk þegar sagt var frá því að hann væri að hitta aðra konu. Eftir það hafa þau ekki hist. Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Sjá meira
Enn eitt kynlífshneykslið er komið á yfirborðið er varðar sænska knattspyrnuþjálfarann Sven-Göran Eriksson. Saima Ansari, einstæð móðir sem starfar sem hreinsitæknir, sagði í samtali við News of the World í dag frá ástarsambandi hennar við Eriksson sem er knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Manchester City. Eriksson kom afar vel fram við hana en hún ákvað að greina frá sambandinu þegar hún komst að því að Eriksson ætti í sambandi við aðra konu. „Ég hef engan áhuga á að vera í öðru sæti," sagði hún. „Engu að síður varð ég ástfangin af Sven. Jafnvel þótt að hann hafi verið svolítið sérstakur í svefnherberginu var hann besti elskuhugi sem ég hef nokkri sinnu átt. Hann veit hvernig á að koma fram við konur." „Hann bauðst til að kaupa allt handa mér, jafnvel nýjan bíl. Ég skuldaði meira en tíu þúsund pund og hann borgaði þær skuldir niður, sísona. Ekta séntilmaður." Ansari hitti hann eitt sinn er hann gisti á hóteli í Manchester-borg og gaf sig á tal við hann. Það endaði með því að hann fékk símanúmerið hennar og morguninn eftir bauð hann henni í morgunmat í lúxussvítu sinni. Það varð upphaf sambandsins. Þau hittust í svítunni í hvert skipti sem hann var laus. Hún gisti þó aldrei yfir heila nótt. Hún sagði frá því að Eriksson hafi verið einkar smámunasamur. „Hann gekk alltaf mjög vel frá fötunum sínum og braut þau mjög vandlega saman. Hann fór í sífellu á baðherbergið til að skoða sjálfan sig í speglinum og athuga hvort allt væri ekki í lagi. Hann greiddi hárið sitt alltaf eftir kynlíf." En hann var líka mjög gjafmildur og gaf henni dýr föt og skó. Hann greiddi niður skuldirnar hennar sem fyrr segir og bauðst meira að segja til að borga niður húsnæðislánin af íbúðinni hennar í Manchester. Hún sagði líka frá því að hún gerði það að vana að nudda skallablettinn hans með barnaolíu á meðan að hann horfði á fótbolta í lúxussvítunni. Sambandinu lauk þegar sagt var frá því að hann væri að hitta aðra konu. Eftir það hafa þau ekki hist.
Mest lesið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Bíó og sjónvarp Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Lífið Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Lífið Fleiri fréttir Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Lil Nas X laus gegn tryggingu „Blessaður, þú ert með heilaæxli“ Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist