Lífið

Pavarotti hugsanlega blekktur til að skrifa undir nýja erfðaskrá

Vangaveltur eru uppi um að Luciano Pavarotti hafi verið plataður til að skrifa undir nýja erfðaskrá stuttu áður en hann lést. Í erfðaskránni ánafnar Pavarotti seinni eiginkonu sinni, Nicolettu Mantovani, eignir að virði eins og hálfs milljarðs króna sem söngvarinn átti í Bandaríkjunum. Þá gerði hann þrjár dætur sínar frá fyrra hjónabandi arflausar.

Luciano Buonanno, ítalskur lögfræðingur sem fór yfir erfðaskrána á heimili Pavarottis í sumar sagði í viðtali á dögunum að hann hefði fengið þá tilfinningu að stjarnan hafi ekki áttað sig á því hvað hann væri að skrifa undir. Buonanno sagði að hann hefði gert athugasemdir við nokkra þætti í erfðaskránni en lögfræðingar Pavarottis hefðu engan áhuga sýnt á þeim. Þá sagði Buonanno að eiginkona hans hefði virst köld og taugaveikluð.

Lögfræðingar hjónanna segja ásakanirnar ógeðfelldar, Pavarotti hafi verið greindur maður og vitað nákvæmlega hvað hann var að gera þegar hann skrifaði undir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.