Lífið

Pink ætlar að losa sig við eiginmanninn

Söngkonan Pink ætlar að skilja við eiginmann sinn, motorcross stjörnuna Carey Hart, vegna þess að hún er orðin leið á því að hann sofi hjá öðrum konum.

Pink bað kærastans með því að skrifa bónorðið á skilti sem hún hélt á uppi í áhorfendapöllum á einum kappakstra hans árið 2005. Hjónakornin ákváðu þegar þau giftu sig fyrir tæpum tveimur árum að Hart mætti vera með öðrum konum þegar að Pink væri á tónleikaferðalagi.

Nú virðist Pink þó hafa snúist hugur. New York Daily News hefur það eftir vinum hjónanna að skilnaðurinn sé rétt handan við hornið, en Hart hefur víst tekið ástfóstri við eina tiltekna vinkonu sem hann lætur meira að segja sjá sig með opinberlega.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.