Farþegar sem tóku Leið 13 í morgunn urðu vitni að sérkennilegri uppákomu við Hlemm. Vagninn var nokkuð á eftir áætlun og bílstjórinn, eldri maður, hafði ekið Hverfisgötuna nokkuð greitt. Við bílstjóraskiptin á Hlemmi gáfu þeir tveir sér þó smástund til að slúðra, hvaða slóðar voru ekki mættir í vinnu og svo framvegis.
Bílstjórinn, yngri maður, sem tekur við vagninum vippar sér að lokum í bílstjórasætið og tekur svo af stað frá Hlemmi eins og Kimi Raikkkonen á ráspól í Formúlu 1.
Miðaldra konu í vagninum bregður svo við þennan hraðakstur að hún hrópar upp hvort ekki sé hægt að aka vagninum á rólegri máta.
Við þetta hróp neglir hinn ungi vagnstjóri niður, opnaði dyrnar og skipar konunni út úr vagninum. Hann sé nýkominn á vaktina og þoli ekki svona vammir og skammir í morgunsárið.
„Ég er veik kona og á leið í vinnu og fer ekki fet," svarar konan fullum hálsi. Verða nokkur orðaskipti þeirra á meðal meðan vaginn stendur kjurr rétt við gatnamótin með dyrnar opnar.
Konan neitar að fara út og að lokum keyrir bílstjórinn aftur af stað en á mun rólegri hraða en áður.
Uppákoma í Leið 13
Friðrik Indriðason skrifar

Mest lesið



Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð
Lífið samstarf





Flottasti garður landsins er á Selfossi
Lífið samstarf

