Sport

Vick í tveggja ára fangelsi fyrir hundaat

Elvar Geir Magnússon skrifar
Michael Vick.
Michael Vick.

Michael Vick, stjörnuleikmaður í NFL deildinni, var í dag dæmdur í fangelsi í 23 mánuði. Hann var ásamt þremur félögum sínum dæmdur fyrir hundaat sem fram fór á búgarði hans í Virginíu.

Hundaatið stóð yfir á sex ára tímabili en meðferðin á þeim hundum sem töpuðu var hreint hrikaleg. Þeir voru m.a. drepnir með raflosti, hengingu og svo var sumum drekkt og öðrum kastað í jörðina þar til þeir létust.

Vick var leikmaður American Falcons en var bannaður af bandarísku NFL deildinni eftir að upp komst um hundaatið. Vick hefði getað fengið fimm ára fangelsi en slapp við það eftir að hafa sýnt iðrun í dómssal.

Hann hóf afplánun sína af fúsum og frjálsum vilja í síðasta mánuði. „Ég mun lúta niðurstöðu dómsins og taka þar með ábyrgð á mínum gjörðum," sagði Vick.

Fjölmargir dýraverndunarsinnar biðu fyrir utan dómssalinn meðan úrskurðurinn var kveðinn upp í dag. Vick var leikstjórnandi í fremstu röð og var frábær hlaupari en nú er ferill hans á enda.

Hægt er að lesa nánar um Vick á NFL-blogginu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×