Heimsfrægur á Íslandi eftir símtal í Hvíta húsið Breki Logason skrifar 6. desember 2007 14:56 Vífill Atlason er ánægður með athyglina sem hann hefur fengið í kjölfar símtals í Hvíta húsið. "Ég er farinn í Einarsbúð að kaupa nesti. Lögreglan hringir í þig á eftir. Get útskýrt málin. Bless, Vífill." Þessa orðsendingu skyldi Vífill Atlason 16 ára drengur frá Akranesi eftir á eldhúsborðinu heima hjá sér í vikunni. Það var síðan móðir hans sem las skilaboðin og velti fyrir sér hvaða vandræði hann væri búinn að koma sér í. „Ég fór nú bara að kaupa mér Subway og ætlaði svona aðeins að róa hana, lögreglan var búin að segjast ælta að hringja," segir Vífill sem pantaði símafund með George Bush um helgina. Fjölmiðlar hafa komist á snoðir um hrekkinn í dag og voru fyrstu orð Vífils þegar Vísir náði á hann. „Kallinn er á leiðinni í Kastljósið." Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hringdi Vífill í Hvíta húsið og sagðist heita Ólafur Ragnar Grímsson og hann væri forseti Íslands. „Það eru mörg ár síðan ég fékk þetta númer hjá vini mínum og það er beint inn í það sem kallað er security room þarna í Hvíta húsinu. Ég ákvað síðan að hringja á laugardagskvöldið með tveimur vinum mínum," segir Vífill sem lenti í yfirheyslu í öryggisherberginu. Þar var hann spurður ýmissa spurninga tengdar forsetanum. Þar á meðal hvenær hann væri fæddur og fleira í þeim dúr. „Ég var bara á netinu og fletti þessu upp jafnóðum. Síðan var ég fluttur á milli skiptiborða sem endaði með því að ég fékk samband við ritara. Þar náði ég að bóka símafund sem átti að fara fram á mánudaginn." Vífill gaf upp gsm númerið sitt og segist hafa gert ritaranum grein fyrir því að þetta númer mætti ekki spyrjarst út, enda væri um mjög leynilegt númer forsetans að ræða. „Síðan kemst CIA eða hvað þetta heitir að því að þetta er ekki rétt númer og hafa samband við lögregluna á Íslandi. Þeir banka síðan uppá og fara með mig niður á lögreglustöð," segir Vífill og áréttar að hann hafi aldrei verið neitt smeykur. „Ég bókaði sko símafundinn á tíma sem hentaði mér mjög vel. Sem var akkurat í pásunni í vinnunni hjá mér," segir Vífill sem selur internetáskriftir fyrir Hive með skólanum. Hann segist hafa ætlað að bjóða bandaríska forsetanum til Íslands og ræða við hann ýmis mál. „Ég ætlaði bara að ræða við hann um lífið og tilveruna yfir góðum hamborgara." Vífill segir alla hafa tekið þessu vel og hann hafi ekkert verið skammaður af foreldrum sínum. „Það eru allir ánægðir með þetta, nema þá kannski bandaríkjamennirnir." Vífill sem er í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi er fæddur árið 1991. Hann skráði sig á viðskipta- og hagfræðibraut en hætti því eftir fyrsta tímann í bókfærslu. „Ég gæti alveg hugsað mér að stúdera bandarísk stjórnmál í framtíðinni." Aðspurður hvort hann ætli að gera eitthvað svipað aftur svarar Vífill. „Já ég verð að gera það, maður verður greinilega frægur af þessu." Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Sjá meira
"Ég er farinn í Einarsbúð að kaupa nesti. Lögreglan hringir í þig á eftir. Get útskýrt málin. Bless, Vífill." Þessa orðsendingu skyldi Vífill Atlason 16 ára drengur frá Akranesi eftir á eldhúsborðinu heima hjá sér í vikunni. Það var síðan móðir hans sem las skilaboðin og velti fyrir sér hvaða vandræði hann væri búinn að koma sér í. „Ég fór nú bara að kaupa mér Subway og ætlaði svona aðeins að róa hana, lögreglan var búin að segjast ælta að hringja," segir Vífill sem pantaði símafund með George Bush um helgina. Fjölmiðlar hafa komist á snoðir um hrekkinn í dag og voru fyrstu orð Vífils þegar Vísir náði á hann. „Kallinn er á leiðinni í Kastljósið." Eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum hringdi Vífill í Hvíta húsið og sagðist heita Ólafur Ragnar Grímsson og hann væri forseti Íslands. „Það eru mörg ár síðan ég fékk þetta númer hjá vini mínum og það er beint inn í það sem kallað er security room þarna í Hvíta húsinu. Ég ákvað síðan að hringja á laugardagskvöldið með tveimur vinum mínum," segir Vífill sem lenti í yfirheyslu í öryggisherberginu. Þar var hann spurður ýmissa spurninga tengdar forsetanum. Þar á meðal hvenær hann væri fæddur og fleira í þeim dúr. „Ég var bara á netinu og fletti þessu upp jafnóðum. Síðan var ég fluttur á milli skiptiborða sem endaði með því að ég fékk samband við ritara. Þar náði ég að bóka símafund sem átti að fara fram á mánudaginn." Vífill gaf upp gsm númerið sitt og segist hafa gert ritaranum grein fyrir því að þetta númer mætti ekki spyrjarst út, enda væri um mjög leynilegt númer forsetans að ræða. „Síðan kemst CIA eða hvað þetta heitir að því að þetta er ekki rétt númer og hafa samband við lögregluna á Íslandi. Þeir banka síðan uppá og fara með mig niður á lögreglustöð," segir Vífill og áréttar að hann hafi aldrei verið neitt smeykur. „Ég bókaði sko símafundinn á tíma sem hentaði mér mjög vel. Sem var akkurat í pásunni í vinnunni hjá mér," segir Vífill sem selur internetáskriftir fyrir Hive með skólanum. Hann segist hafa ætlað að bjóða bandaríska forsetanum til Íslands og ræða við hann ýmis mál. „Ég ætlaði bara að ræða við hann um lífið og tilveruna yfir góðum hamborgara." Vífill segir alla hafa tekið þessu vel og hann hafi ekkert verið skammaður af foreldrum sínum. „Það eru allir ánægðir með þetta, nema þá kannski bandaríkjamennirnir." Vífill sem er í Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi er fæddur árið 1991. Hann skráði sig á viðskipta- og hagfræðibraut en hætti því eftir fyrsta tímann í bókfærslu. „Ég gæti alveg hugsað mér að stúdera bandarísk stjórnmál í framtíðinni." Aðspurður hvort hann ætli að gera eitthvað svipað aftur svarar Vífill. „Já ég verð að gera það, maður verður greinilega frægur af þessu."
Mest lesið Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Lífið Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Lífið Stefán Teitur á skeljarnar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Lífið Frumsýning: Ólafur Darri og Hera Hilmar í glænýrri seríu Bíó og sjónvarp Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Lífið Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Lífið Fyrsta háhælahlaup Íslandssögunnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ár í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Sjá meira