Innlent

Forsprakki torrent.is færður til yfirheyrslu til lögreglu

Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is, fékk heimsókn frá lögreglunni í morgun.
Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is, fékk heimsókn frá lögreglunni í morgun.

Rétt í þessu var Svavar Lúthersson, eigandi torrent.is, færður til yfirheyrslu hjá lögreglunni. Hann var vakinn upp í morgun á heimili sínu í Hafnarfirði af fulltrúum Sýslumanns í Hafnarfirði, lögreglumönnum og Hróbjarti Jónatanssyni, lögmanni SMÁÍS, samtaka myndrétthafa á Íslandi.

Talið er að heimsókn yfirvalda til Svavars tengist ásökunum um ólöglegt niðurhal á íslensku höfundarréttarvörðu efni.

Þegar Vísir náði tali af Svavari sagðist hann lítið geta tjáð sig um málið. „Ég veit ekkert. Þetta er bara að gerast. Þeir hafa varla talað við mig,“ segir Svavar og á þá við lögregluna. Hann viðurkennir þó að þetta hafi ekki komið honum á óvart. „Ég var nú frekar rólegur þegar þeir birtust,“ segir Svavar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×